
Lentz Copenhagen er sannkallað handverk er kemur að sælgæti. Á bak við merkið stendur Michael Jacques Lentz, bakari, sælgætisgerðasmiður og súkkulaðiframleiðandi.
Lentz stendur sjálfur í eldhúsinu á vinnustofu sinni rétt fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem heimagerðar karamellur og súkkulaði er handunnið af mikilli alúð og virðingu fyrir hráefninu. Hann sækir innblástur hvaðanæva að úr heiminum, en þó sérstaklega til Parísarborgar. Vörurnar frá Lentz fást í verslunum á borð við Harrods í London, D‘Anglaterre hótelinu og í Epal.