NÝTT FRÁ FRITZ HANSEN: OBJECTS

Hönnunarvikan í Mílanó eða Salone del Mobile hófst í gær þann 12.apríl og stendur hún til 17.apríl. Þar koma saman helstu hönnunarframleiðendur heims og kynna nýjungar sínar ásamt því að fjöldinn allur af þekktum hönnuðum sem og óþekktum nýta sér þennan viðburð til að koma hönnun sinni á framfæri. Helstu fréttirnar frá Mílanó að okkar mati er ný lína frá danska hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen en í fyrsta sinn kynna þeir heila línu af fylgihlutum fyrir heimilið og ber línan heitið Objects. Línan samanstendur af fallegum smávörum, kertastjökum, spegil, bökkum, púðum, vösum, samanbrjótanlegu hliðarborði og kolli. Hönnuðir Objects eru þeir fremstu í heiminum en þar má helst nefna þekkta spænska hönnuðinn Jamie Hayon ásamt því að púðarnir eru skreyttir mynstri sem hannað var af engum öðrum en Arne Jacobsen. Mikil eftirvænting er eftir þessari glæsilegu línu og verður Epal að sjálfsögðu söluaðili hennar. Skráðu þig endilega á póstlistann okkar sem finna má neðst á forsíðunni til að missa ekki af neinu.

12957521_10154451671899316_1556319594943242836_o 12961226_10154451672914316_2883776943571256409_o 12961420_10154451670924316_4537881776690568374_o 12961633_10154451672759316_5349393164492157864_n 12961708_10154451672064316_4308561378593558452_n 12970796_10154451671309316_8697343179943676250_o 12974391_10154451672549316_3048852030181945067_n 12974407_10154451672654316_5396684273106545248_n 12977131_10154451673154316_2010718890853401325_o 12983200_10154451672389316_4419228817082673917_o 12983412_10154451671704316_3473019837110232417_o 12983835_10154451671169316_5926891296479932213_o 12987177_10154451672219316_2829805670395988589_n collage unspecified-1 unspecified-2 unspecified