NÝTT FRÁ STRING

Núna á dögunum komu út nýjar og glæsilegar myndir frá String sem sýna nokkrar spennandi nýjungar sem bætast núna við vöruúrval þeirra ásamt því að gefa margar góðar hugmyndir að uppröðunum. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

2.-740x1006 9-740x546 10-740x987 14-740x987 29-740x987 31-740x555 Hall-740x986

Myndir: String