STELTON VOR/SUMAR 2017

Væntanleg vor og sumarlína frá Stelton er glæsileg að vanda og eigum við von á nýjum litum á áður þekktum vörum ásamt splunkunýrri viðbót við annars frábært vöruúrval þeirra. Klassíska EM77 hitakannan kemur í nýjum litum með vorinu sem munu eflaust gleðja marga hönnunaðdáendur ásamt því að vinsælu “to go” hitamálin koma í nýjum og ferskum litum.

img_3191-640x427 ls_220_x-650_1140_circle_peak_core ls_440_441_x-636_x-632_twin_theo ls_570-12_-13_-14_-15_580-12_-13_-14_-15_1140-1_togo_click_core ls_570-15_580-11_602-1_togo_click_my_keychain ls_816_917_918_919_964_em_press_em77 ls_816_1140_1140-2_x-140_em_press_core_concave ls_1140-1_1140-2_919_964_core_em77 ls_x-140_x-141_concave_vases ls_x-140_x-216_1141_701-2-4_concave_emma_core_simply unspecified-2-640x959

BÓNDAGURINN: KOMDU ÁSTINNI ÞINNI Á ÓVART

bondadagurinn

 

Bóndadagurinn kemur upp á föstudeginum 22.janúar. Þá er tilvalið að gera vel við ástina sína og við eigum mikið úrval af sniðugum gjöfum á góðu verði. Vertu velkomin/n í verslanir okkar og við aðstoðum þig við valið.

  1. LOVE lakkrís frá Johan Bulow. Verð: 1.400 lítill og 2.050 kr. stór.
  2. Take away kaffimál frá Stelton (nokkrir litir). Verð: 4.500 kr. lítið og 5.900 kr. stórt.
  3. Elevate gæðahnífar frá Joseph Joseph. Hægt að kaupa staka. Verð á setti: 14.750 kr.
  4. Hinn fullkomni pizzahnífur mep upptakara í skafti, frá Normann Copenhagen. Verð: 2.550 kr.

NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN

Stockholm er fyrsta línan frá Stelton sem er hluti af nýrri og stærri vörulínu frá þeim sem ber heitið Nordic sem er innblásin af norrænni náttúru og hönnunarhefðum. Stockholm línan er hönnuð af sænska hönnunartvíeykinu Bernadotte & Kylberg og inniheldur hún fallega vasa og skálar. Línan er innblásin af Eystrasaltinu og síbreytilegri ásjón hafsins sem var mikil uppspretta innblásturs í hönnunarferlinu.

Línan er framleidd með nýstárlegri framleiðslutækni þar sem hlutirnir eru í grunninn úr áli en með glerungi að utan sem er að lokum handskreyttur með grafík.

Línan er afar elegant og vilja sumir segja að hún hafi konunglegt yfirbragð sem vissulega má tengja við bláa litinn en Carl Philip Bernadotte grafískur hönnuður og annar hönnuður Stockholm línunnar er sænskur prins en hann er yngri bróðir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.

Stockholm línunni hefur verið afar vel tekið og vann hún nýlega hin virtu Red Dot verðlaun í flokki “high quality design”. 

AD_Stockholm_aquatic_wide.ashx
AD_Stockholm_aquatic_portrait.ashx AD_Stockholm_aquatic_bowls.ashxOL_450-22_Stockholm_vase_large_aquatic.ashxOL_450-13_Stockholm_bowl_large_aquatic.ashx10418886_1038165206211134_1168031471205859575_n

Stockholm línan inniheldur 4 skálar og 3 vasa í ólíkum stærðum. Komdu við í Epal og heillastu af þessari fallegu og tímalausu hönnun.

NÝIR LITIR FRÁ STELTON

Fræga Stelton hitakannan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen hefur núna verið framleidd í tveimur nýjum og ferskum litum. Litirnir eru innblásnir frá nýlegri Stelton könnu í koparlit sem kom á markað í fyrra og sló rækilega í gegn. Nýju litirnir tóna vel við þá koparlituðu en það er brúnn litur og pastel grænn litur sem bætast við litarflóru Stelton og koma í verslanir innan skamms.

Hitakannan er klassísk hönnun frá árinu 1977 og hefur hún hlotið ýmis virt hönnunarverðlaun.

Smart litasamsetning.