Glæsileg útihúsgögn frá HAY: Pallisade eftir Bouroullec bræður

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda.

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni.

Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Palissade eru tilbúin til pöntunar og tekur 4 vikur að fá afhent – því er um að gera að hafa hraðar hendur til að fá húsgögnin afhent fyrir sumarið.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild; Stefanie (stefanie@epal.is) og Sverrir (sverrir@epal.is).

Sjá úrvalið á heimasíðu HAY – sjá hér.