JÓLABORÐIÐ: ÓLÖF JAKOBÍNA

Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 10. – 17. desember. Ólöf lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni. Ólöf vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

HVERNIG ER STÍLLINN Á BORÐINU? Hér eru hvít jól og öllu er tjaldað til. Mig langaði að færa inn á borð það fannfergi sem við höfum nú um land allt og um leið skapa rólega stemningu í miðri búðinni þar sem venjulega úir og grúir af allskonar fíneríi.  Ég valdi hvíta hluti og hýasintur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér á þessum árstíma.

10

 

 

AÐ HVERJU ER GOTT AÐ HUGA ÞEGAR DEKKAÐ ER UPP HÁTÍÐARBORÐ? Hátíðarborðið er skreytt með öllu því fínasta sem til er á heimilinu. Sparistellið skal dregið fram og hnífapörin pússuð. Kerti og lifandi blóm finnast mér ómissandi og því meira því betra. Nýpressaður dúkur er ákaflega sparilegur en einnig má leyfa borðinu að njóta sín. Skreytið borðið með öllu ykkar uppáhalds dóti því jólin koma bara einu sinni á ári.

3 4 11 12 136

HVAÐAN ERU HLUTIRNIR?

Diskar: Ovale frá Alessi, hönnun Bouroullec-bræðranna (ég elska allt sem þeir gera)

Hnífapör: Georg Jensen hönnun Arne Jacobsen

Glös: Menu, hönnuð af Norm-arkitektum

Kertastjakar: Muuto, Ferm-living, Menu, By Lassen

Blómavasar: Lyngbyvasen, Muuto,

Skálar: Skagerak

Kaffikanna: Stelton

Bollar/glös: Design Letters

Jólatré og kertavasar: Postulína (þið finnið þær á Facebook)

 

JÓLABORÐIÐ: ELVA HRUND ÁGÚSTSDÓTTIR

Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 26.nóvember – 2.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum.

“Hugmyndin að borðinu kom er ég valdi dúkinn sem er nýr frá Ferm Living. Ég vildi halda í stílhreint yfirbragð með litatónunum hvítum, svörtum og gráum, en það má komast langt á einfaldleikanum með smá „dassi“ af jólarauðum lit. Mér finnst það koma vel út að hafa matarstellið allt í sama lit því þá verður það afgerandi og á sama tíma fær annað skraut að njóta sín fyrir miðju borðsins. Mig langaði einnig til að fanga athygli þeirra sem skoða borðið með því að leika mér með jólakúlurnar og nota þær í öðrum tilgangi en bara sem punt á grein. Þó maður myndi kannski ekki ganga svo langt á aðfangadagskvöldi að brjóta jólakúlur á matardiskana þá má setja þær ofaní blómavasa, á diskana eða jafnvel setja í þær band og hengja aftan á stólbökin.”

nytt (3)

Dúkur: Ferm Living. Matarstell: Iittala Hnífapör: Georg Jensen. Glös: Iittala. Servíettur: iHanna Home. Vasar: Muuto. Kertastjaki: Muuto. Hreindýr: Kristinsson.

nytt (4) nytt (5) nytt (6) nytt (7) nytt (13)

Kíktu við og fáðu góðar hugmyndir fyrir jólaboðin!

JÓLABORÐIÐ: ANDRÉS JAMES ANDRÉSSON & ELÍSABET ÓMARSDÓTTIR

Það eru margar góðar hugmyndir að finna núna á jólaborðinu í Epal sem innanhússarkitektarnir Elísabet Ómarsdóttir og Andrés James Andrésson dekkuðu. 

Andrés James útskrifaðist sem innnanhússarkitekt frá IED í Mílanó og starfar hann í dag í Epal ásamt því að starfa sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Elísabet Ómarsdóttir útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Paris American Academy ásamt því að leggja stund við lýsingarfræði við Tækniskólann. Í dag starfar Elísabet í Epal ásamt því að starfa sem sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt.

20141120_174112

 Stellið er frá Design House Stockholm og er einstaklega flott, jólakertastjakinn er frá Ferm Living, nýtt og skemmtilegt jóladagatal eftir Gerði Steinars og servíettur frá Ingibjörgu Hönnu. Punkturinn yfir i-ið er svo að sjálfsögðu gylltu jóla lakkrískúlurnar.

20141120_174118

Það kemur einstaklega vel út að hafa hvítt í grunninn og skreyta þá með hlutum í sterkari litum svosem rauður jólasveinn frá Rosendahl og grænu greni. Hvíti fallegi dúkurinn er svo frá Hay og kannan frá Georg Jensen.

20141119_173632 20141119_173706 20141119_173716 20141120_174006 20141120_174122 20141120_174301

 

 

30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA JÓLAÓRÓANS

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.

Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Núna í ár verður þrjátíu ára afmæli jólaóróans fagnað með því gefa út upphaflega jólaóróann í takmörkuðu upplagi. Jólaóróann sem kom fyrst út árið 1984 og verður afmælisútgáfan framleidd með sömu aðferðum og þekktust fyrir þrjátíu árum síðan.

Við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þennan einstaka óróa fyrir jólin.

 

listView

GJAFALEIKUR : PLUS & CUBE RÚMFÖT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Plus & Cube rúmfötin frá Normann Copenhagen eru sería af mínimalískum rúmfötum hönnuðum af Anne Lehmann árið 2013. Í stað þess að hanna rúmföt með stóru mynstri á eða blómum hannaði Anne mynstur sem hefur vissa ró yfir sér, litlir krossar eða kassar. Rúmfötin eru gerð úr satín sem er ótrúlega mjúkt og það er því einstaklega þægilegt að sofa með þau.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali Normann Copenhagen:

 Einstaklega skemmtilegar og flottar vörur fyrir heimilið. Epal er söluaðili Normann Copenhagen á Íslandi.
Smelltu “like” við facebook síðu Epal og skildu eftir komment við myndina af Plus & Cube rúmfötunum. Heppnin gæti verið með þér!
Á sunnudaginnn drögum við út einn heppinn lesanda sem hlýtur gullfalleg rúmföt í jólagjöf frá Normann Copenhagen.

JÓLASERVÍETTUHRINGURINN 2013

Fyrir jólin undanfarin ár hefur Erling Jóhannesson gullsmiður, hannað og framleitt jólaservíettuhringa. Hringarnir eru smíðaðir úr stáli einfaldir í formi en engu að síður ákaflega jólalegir. Hugmyndin er að samhliða servéttuhringunum komi fleiri vandaðar hönnunar vörur sem tengjast jólum.

Erling Jóhannesson er menntaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám á Ítalíu, Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og hefur starfað jöfnum höndum sem gullsmiður, leikari og leikstjóri frá þeim tíma.

Tvær jólabjöllur prýða hringinn, fjórða árið sem hann kemur út. Hringurinn er stílhreinn í formi og áferð sem kallar á einfalt mynstur, sem þó ber með sér anda jólanna.

JÓLASERVÉTTUHRINGURINN 2012

Servéttuhringurinn jólin 2012

Fyrir jólin undanfarin ár hefur Erling Jóhannesson gullsmiður, hannað og framleitt jólaservéttuhringa. Hringarnir eru smíðaðir úr stáli einfaldir í formi en engu að síður ákaflega jólalegir. Hugmyndin er að samhliða servéttuhringunum komi fleiri vandaðar hönnunar vörur sem tengjast jólum, eins og kertastjaki sem kom út í sömu línu fyrir síðustu jól.
Erling Jóhannesson er menntaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám á Italíu, Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og  hefur starfað jöfnum höndum sem gullsmiður, leikari og leikstjóri frá þeim tíma.

 

Tveir kertalogar prýða Jólaservéttuhringinn, þriðja árið sem hann kemur út. Hringurinn er stílhreinn í formi og áferð sem kallar á einfalt mynstur, sem þó ber með sér anda jólanna.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANN

Íslensk hönnun í jólapakkann. Sauðabindið er flott gjöf handa herramönnum á öllum aldri.

DLM hliðarborð frá HAY, undir bókina og kaffibollann.

Leðurdýrin frá Zuny eru flottar bókastoðir.

Master stóllinn sem Phillippe Starck hannaði fyrir Kartell er góð gjöf fyrir hönnunarunnandann.

Ýmsar sniðugar vörur hafa komið frá Joseph&Joseph hönnunarfyrirtækinu, en skurðarbrettið er ein sú sniðugasta. Brettin eru litamerkt, sem auðveldar eldamennskuna.

Gæðahandklæði frá Marimekko eru flott í ræktina og fyrir heimilið.

Allas-kertastjakann hannaði Andreas Engesvik nýlega fyrir iittala. Stjakinn er steyptur úr stáli, grófur og flottur.

Fyrir i-phone eigandann er þessi skemmtilega hönnun frá Areaware góð hugmynd. Dokka fyrir símann sem lítur út eins og vekjaraklukka þegar síminn er hlaðinn.

Kaffipressa hönnuð af Arne Jacobsen og framleidd af Stelton, klassísk gjöf fyrir hönnunar- og kaffiunnandann.

Mugga slaufurnar eru flottar en Guðmundur Jón Stefánsson, húsgagnasmíðameistari, mótar slaufurnar úr tré.

Tivoli útvarp.
AJ borðlampi hannaður af Arne Jacobsen.
Eldhússvuntur frá Marimekko í ýmsum týpum fyrir kokkinn.
Pantone bolli í uppáhaldslitnum hans.
Ein best selda vara Normann Copenhagen á heimsbreiðu eru þessi flottu koníakglös, falleg hönnun fyrir herramanninn.