JÓLASERVÉTTUHRINGURINN 2012

Servéttuhringurinn jólin 2012

Fyrir jólin undanfarin ár hefur Erling Jóhannesson gullsmiður, hannað og framleitt jólaservéttuhringa. Hringarnir eru smíðaðir úr stáli einfaldir í formi en engu að síður ákaflega jólalegir. Hugmyndin er að samhliða servéttuhringunum komi fleiri vandaðar hönnunar vörur sem tengjast jólum, eins og kertastjaki sem kom út í sömu línu fyrir síðustu jól.
Erling Jóhannesson er menntaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám á Italíu, Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og  hefur starfað jöfnum höndum sem gullsmiður, leikari og leikstjóri frá þeim tíma.

 

Tveir kertalogar prýða Jólaservéttuhringinn, þriðja árið sem hann kemur út. Hringurinn er stílhreinn í formi og áferð sem kallar á einfalt mynstur, sem þó ber með sér anda jólanna.