TILBOÐ Á EJ 220 SÓFUM & HANS J. WEGNER RUGGUSTÓL

Við bjóðum reglulega upp á góð tilboð á vinsælum húsgögnum og að þessu sinni eru m.a. í gangi tilboð á sófa frá Erik Jørgensen ásamt J16 ruggustól Hans J. Wegner.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda.

 

J16 ruggustóllinn er algjör klassík á meðal margra ruggustóla sem Hans J. Wegner hannaði á sínum ferli. Ruggustóllinn var kynntur af FDB Furniture húsgagnaframleiðandanum árið 1944 og hefur verið í framleiðslu síðan þá en í dag er hann framleiddur af Fredericia.

 

 

Verið velkomin í verslun okkar í Epal Skeifunni 6 og sjáið úrvalið.