SNILLDAR GARDÍNUKERFI EFTIR BOUROULLEC BRÆÐUR

Tilbúnu gardínurnar “Ready made curtain” frá Kvadrat hannaðar af heimsþekktu bræðrunum Ronan og Erwan Bouroullec gerir auðveldara að setja upp fallegar gardínur án mikils umstangs. Gardínurnar fást í 16 ólíkum hágæðatextíl frá Kvadrat í nokkrum litum og hægt er að velja um milli festinga í fjórum ólíkum litum. Þú velur þína samsetningu sem hentar þínum persónulega smekk.

Það hefur aldrei verið auðveldara að setja upp gardínur, þær eru einfaldlega klemmdar upp og þarf ekki að falda!

Verð er frá 30.500 kr, kíktu við á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

Einfaldar og hrikalega flottar!