NÝTT FRÁ MONTANA: PANTON WIRE GOLD

Verner Panton hannaði Panton Wire hilluna árið 1971. Danski hönnunarframleiðandinn Montana heiðrar núna heimsþekkta danska hönnuðinn og framleiðir Wire í takmarkaðri gylltri útgáfu. Gyllta útgáfan hefði án efa glatt mikið einn litríkasta hönnuð allra tíma, Verner Panton.

Náinn vinskapur þeirra Verner Panton og Peter J. Lassen stofnanda Montana er mörgum kunnur, og kemur því ekki á óvart að Montana vilji heiðra hönnuðinn með því að bæta við enn einum litnum í litaheim Panton, gylltum.

Panton Wire hillan í gylltu er falleg sem stök eining en einnig nokkrar saman á gólfi eða upphengdar á vegg. Útbúðu einfalda bókahillu, notaðu staka Wire hillu sem náttborð eða settu saman fjórar Wire hillur og notaðu sem sófaboð.

Verð 36.700 kr.

Panton Wire njóta nú þegar vinsælda og hægt er að nota þær jafnt sem hillur, náttborð eða hliðarborð í stofunni. Ótal möguleikar með þessari skemmtilegu hönnun.