Finndu gæðin frá Kvadrat í Epal – frábært úrval af gluggatjöldum

Kvadrat var stofnað í Danmörku árið 1968 og á djúpar rætur í heimsfrægri hönnunarhefð Skandinavíu. Kvadrat er leiðandi í hönnunarnýjungum og á textílmarkaðnum og framleiðir úrval af hönnunartextíl, mottum og gluggaáklæðum. Kíktu við hjá okkur í vefnaðarvörudeild Epal og fáðu aðstoð söluráðgjafa, sjón er sögu ríkari

Fallegt svefnherbergi hjá David Thulstrup, ljósmyndara í Kaupmannahöfn.

We used Kvadrat textiles because they are simply the best. The quality cannot be surpassed and the range of colours is truly inspiring,’ David Thulstrup.

Hér að neðan má sjá myndir til innblásturs sem sýna Kvadrat gluggatjöld.

Eru útihúsgögnin tilbúin fyrir sumarið?

Öll húsgögn þarfnast viðhalds og nú er rétti tíminn til að yfirfara útihúsgögnin.
Mikilvægt er að hugsa vel um húsgögnin þín með því að bera á þau og hreinsa til að þau haldist falleg um ókomna tíð. Við mælum með gæða viðhaldsvörunum frá Guardian sem viðurkenndar eru af okkar helstu framleiðendum. Í húsgagnadeild okkar í Epal Skeifunni færð þú faglega ráðgjöf hvaða viðhaldsvara hentar þínu húsgagni. Sjá í vefverslun 

Sumarlakkrísinn er kominn

Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er mætt í Epal og er stútfull af ómótstæðilegum brögðum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er!
PINK PINEAPPLE er splunkuný bragðtegund sem þú verður að smakka! Með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas og að lokum umlukin brakandi bleikri sykurskel. Þessum bleika mola eru ætlaðir stórir hlutir, með glæsilega einkunn 4,5 frá Lakrids Lovers Taste Panel smakkráðinu! Pink Pineapple mun hrífa þig til suðrænnar paradísar!
LEMON er einstök blanda af söltum lakkrís og einum ferskasta ávexti úr náttúrunni, sítrónu! Mjúk lakkrísmiðjan er hjúpuð með ljúffengu hvítu súkkulaði, rjóma og vanillu til að tryggja fullkomið jafnvægi á milli þess sæta, súra og salta.
Allt saman útbúið úr bestu náttúrlegu hráefnunum og færir þér bragðið af paradís í hverjum bita og breytir hverri stund í lítið frí.
Nældu þér í sumarlakkrísinn í næstu Epal verslun.