Nýtt frá Lakrids Lovers – CRISPED UP VANILLA

Takmarkað upplag – aðeins fyrir alvöru lakkrísunnendur!

CRISPED UP VANILLA er nýjasta útgáfan úr Lakrids Lovers línunni frá Lakrids by Bülow – og hún mun trylla bragðlaukana!
Mjúkur og sætur lakkrískjarni, hjúpaður silkimjúku rjómalöguðu hvítu súkkulaði með Madagaskar Bourbon vanillu og viðbættu rís. Sætur, stökkur og ómótstæðilegur – þetta er lakkrís í hæsta gæðaflokki.

Lakrids Lovers eru sérútgáfur í litlu upplagi sem einkennast oft af spennandi bragðtegundum sem lagðar eru undir alvöru lakkrísunnendur sem fá að spá fyrir um framtíðarmögleika vörunnar. Áður hafa verið framleiddar sérútgáfur Lakrids Lovers af, Lime Crackle, Salty Rasberry, Sour Strawberry, Golden Oranges og fleiri bragðtegundum sem sumar hverjar hafa fengið að verða hluti af vöruúrvali Lakrids by Bülow.
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar.

Nældu þér í eintak í vefverslun Epal.is

Sekan – sængurföt úr lífrænni bómull

Vönduð og einstaklega mjúk sængurföt úr 100% GOTS vottaðri og lífrænni bómull. Allar vörur frá Sekan eru hannaðar í Danmörku og framleiddar í Portúgal úr bestu efnum sem völ er á og með tilliti til umhverfisins. Fáanleg í mildum og fallegum litum úr bæði satínbómull og percale bómull.
Kynntu þér gæðin í rúmfötununum frá Sekan í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is

50 ára afmæliseintak – Form ruggustóll

Í tilefni 50 ára afmælis Epal hefur Normann Copenhagen útbúið sérstaka afmælisútgáfu af Form ruggustólnum í aðeins 5 eintökum. 50 ára afmælisútgáfa stólsins er gerð úr hnotu og heilbólstruð með hlébarðamynstruðu Kvadrat Jade ullaráklæði, sérvöldu af hönnuðinum Simon Legald, sem gefur ruggustólnum einstakt útlit.

Sjá í vefverslun Epal.