NÝIR LITIR FRÁ STELTON

Fræga Stelton hitakannan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen hefur núna verið framleidd í tveimur nýjum og ferskum litum. Litirnir eru innblásnir frá nýlegri Stelton könnu í koparlit sem kom á markað í fyrra og sló rækilega í gegn. Nýju litirnir tóna vel við þá koparlituðu en það er brúnn litur og pastel grænn litur sem bætast við litarflóru Stelton og koma í verslanir innan skamms.

Hitakannan er klassísk hönnun frá árinu 1977 og hefur hún hlotið ýmis virt hönnunarverðlaun.

Smart litasamsetning.

 

NÝ LÍNA FRÁ MENU

Hér má sjá brot af nýrri vor og sumarlínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU. Þeir eru mjög framarlega þegar kemur að hönnunarfyrirtækjum sem sérhæfa sig í smávörum fyrir heimilið og fylgjast þeir vel með öllum stefnum og straumum. Þessi nýja lína er mjög fersk og flott og erum við afskaplega spennt fyrir henni.

Þess má geta að hægt er að panta allar vörurnar úr þessari nýju línu MENU hjá okkur.

 


Væntanlegt í Epal.

LUCIE KAAS

Það var ekki fyrr en árið 2012 sem danska hönnunarfyrirtækið Lucie Kaas var stofnað, en þeirra markmið er að koma fram með tímalausa og fallega hönnun. Þeir byrjuðu á því að hefja endurframleiðslu á nokkrum þekktum vörum frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Þar má nefna t.d. tréfígúrúr Gunnar Flørning og Arne Clausen collection sem er lína af skálum og borðbúnaði með lótusmynstri, sem fjölmargir ættu að kannast við.

Á stuttum tíma hefur Lucie Kaas náð gífurlegum árangri og eru vörurnar seldar í verslunum um heim allan, t.d. Epal!

POUL PAVA FYRIR AIDA

Aida (Ancher Iversen Danmark) er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 1953 og sérhæfir það sig í hönnun og framleiðslu á hágæða borðbúnaði. Reglulega starfar Aida með sumum fremstu hönnuðum og listamönnum Danmörku.

Poul Pava er danskur listamaður sem sérhæfir sig í naívum og spontant stíl, en hannaði hann línu af borðbúnaði fyrir Aida sem notið hefur mikillar vinsælda.

Hann lýsir list sinni sem “barnið innra með okkur öllum” og skreytir hann fínt postulínið frá Aida með barnslegum teikningum sínum.


Fallegur borðbúnaðurinn hannaður af Poul Pava fæst í Epal.

 

 

Nýtt : Arne Jacobsen

Árið 1937 teiknaði heimsfrægi danski arkitektinn Arne Jacobsen leturgerð fyrir Ráðhúsið í Aarhus. Nýlega fékk danska hönnunarfyrirtækið Design Letters leyfi til að hanna línu af heimilisvörum með upphaflegu leturgerð Arne Jacobsen á og útkoman eru bollar, viskastykki, diskar, krúsir og expresso bollar.

Hægt er að nota bollana ekki bara undir kaffi, en þeir eru einnig flottir á skrifborðið og jafnvel undir tannburstann.

Expresso bollana má einnig nota undir kerti.

 

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Bunny stóllinn var hannaður af Iskos-Berlin Design sem er samstarf á milli Boris Berlin og Aleksej Iskos, en þeir voru tilnefndir til Bolig Magasinet hönnunarverðlaunanna 2012 sem bestu dönsku hönnuðirnir. Bunny hægindarstóllinn er einstakur í útliti, hann er töff en með smá húmor og hann er líka einstaklega þægilegur.

Block er borð á hjólum sem fyrst var kynnt fyrr á þessi ári, borðið sem er á hjólum var hannað af Simon Legald sem hefur hannað ýmsar vinsælar vörur fyrir Normann Copenhagen. Block er hægt að nota á marga vegu, til dæmis kaffiborð, hliðarborð eða náttborð?

Geo Thermos er flott geómetrískt kanna sem hönnuð var af Nicholai Wiig Hansen, sem einnig var tilnefndur sem besti danski hönnuðurinn 2012 af Bolig Magasinet. Kannan kemur í nokkrum litum, og heldur hún bæði hita og kulda mjög vel og á smart hátt.

 Jensen skálarnar sem hannaðar eru af Ole Jensen eru fallegar skálar úr Melamine og koma þær 3 saman í pakka. Skálarnar eru flottar og sameina þær bæði undirbúning og framsetningu á mat.