NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Bunny stóllinn var hannaður af Iskos-Berlin Design sem er samstarf á milli Boris Berlin og Aleksej Iskos, en þeir voru tilnefndir til Bolig Magasinet hönnunarverðlaunanna 2012 sem bestu dönsku hönnuðirnir. Bunny hægindarstóllinn er einstakur í útliti, hann er töff en með smá húmor og hann er líka einstaklega þægilegur.

Block er borð á hjólum sem fyrst var kynnt fyrr á þessi ári, borðið sem er á hjólum var hannað af Simon Legald sem hefur hannað ýmsar vinsælar vörur fyrir Normann Copenhagen. Block er hægt að nota á marga vegu, til dæmis kaffiborð, hliðarborð eða náttborð?

Geo Thermos er flott geómetrískt kanna sem hönnuð var af Nicholai Wiig Hansen, sem einnig var tilnefndur sem besti danski hönnuðurinn 2012 af Bolig Magasinet. Kannan kemur í nokkrum litum, og heldur hún bæði hita og kulda mjög vel og á smart hátt.

 Jensen skálarnar sem hannaðar eru af Ole Jensen eru fallegar skálar úr Melamine og koma þær 3 saman í pakka. Skálarnar eru flottar og sameina þær bæði undirbúning og framsetningu á mat.