HÖNNUNARMARS Í EPAL : MARGRETHE ODGAARD

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hönnuðurinn Margrethe Odgaard notar vefnað sem grundvöll í sína hönnun. Með því að hugsa með höndunum er nálgun hennar á sama tíma listræn, áþreifanleg og vel úthugsuð. Odgaard notast bæði við ljóðræn og samræmd mynstur og liti og er hún stöðugt í leit að ferskum leiðum til að nýta lit og mynstur í vefnað sem er einkennandi fyrir öll hennar verk. Hennar listræna sýn er knúin áfram af þrá hennar fyrir sköpun þar sem þekking, hugmyndir og kunnátta eru í forgrunni.

 „Mitt íslenska verk samanstendur af tveimur vörum, sem hvort um sig er nefnt eftir stöfum úr stafrófinu. Púðinn heitir Ástvin, sem er íslenskt karlmannsnafn og merking þess er „kær vinur“. Teppið heitir eftir kvenmanns nafninu Brynja, það er þykkt, mjúkt og notalegt til að kúra með og halda á sér hita. Þetta er samstarfsverkefni mitt með EPAL og er hugmynd þeirra að kynna reglulega nýjar vörur sem gerðar eru úr íslenskri ull. Næsta vara mun byrja á stafnum C.“

HÖNNUNARMARS Í EPAL: ANNA ÞÓRUNN

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýnir stóllinn By 2 sem gerður var í samvinnu við eiginmann hennar Gian Franco Pitzalis. Ásamt blómavasanum Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa, og borðspegli og skartgripahirslunni Insight sem gerður er úr grænum marmara.

INSIGHT : “Þríhyrningsformið á sér víðtaka merkingu í hinum efnislega sem og andlega heimi.Formið gefur frá sér innra rými óendanleikans sem kallar á að við skoðum okkur sjálf og gefum okkur rými til að vera.”

PROSPER : “Er blómavasi sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa. Lok með fáeinum götum þekur yfirboð vasans og gefur með því tilfinningu líkt og blóm sé að vaxa upp úr moldinni.Frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk að standa eitt og sér. Einnig er hægt að nota vasann á loks og verður hann þar af leiðandi eins og hver annar vasi.”

Myndir : Kristinn Magnússon

HÖNNUNARMARS Í EPAL: MARÝ

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Marý Ólafsdóttir vöruhönnuður býr og starfar í Stokkhólmi. Aðaláherslur Marý sem hönnuður er að hvetja fólk til umhugsunar á umhverfinu og sýna því aukna virðingu. Þar af leiðandi er hver vara hönnuð með það í huga og með áherslu á sjálfbærni, náttúrlegan efnivið og hefur hver vara sögu að segja. Sjá nánar:​ ​www.mary.is

Keilir er handgerð skopparakringla sem hvetur til leiks hjá ungnum sem öldnum. Hún minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins. Einkenni skopparakringlunnar er að börkur trésins er skilinn eftir á ystu rönd hennar. Handverkið og uppruni efnisins verður áberandi fyrir vikið og nálægðin eða tilfinningin fyrir efninu verður sterkari. Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki frá Kjarnaskógi og Hallormsstaðarskógi af 79 ára gömlum handverksmanni vestur af fjörðum.

Keilir er fyrsta verkefnið úr nýrri línu sem ber heitið Heima, en verkefnið gengur út á samstarf hönnuða, handverksfólks og lítilla framleiðsluaðila á Íslandi. Allar vörurnar eru unnar úr íslenskum náttúrulegum hráefnum. Hvert verkefni sækir innblástur í Íslenska náttúru og lifnaðarhætti með ferskri nálgun.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: SIGURJÓN PÁLSSON

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

EPAL kynnti Hænuna eftir Sigurjón Pálsson.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Um Hænuna segir:

„Frá því að maðurinn hóf akuryrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgnana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern.

Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: taktöstu goggi eftir æti í næsta umhverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.

Hænan fæst í Epal og kostar 5.900 kr.-

 

HÖNNUNARMARS Í EPAL: VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Hönnunarmars í Epal hefst í dag, miðvikudaginn 22.mars með opnunarhófi á milli kl.17-19 í verslun okkar í Skeifunni.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

´Við kynnum stolt samstarfsverkefni EPAL og Vík Prjónsdóttur

Vík Prjónsdóttir er án efa eitt af þeim spotafyrirtækjum í íslenskri hönnun sem best hafa ávaxtað sitt pund. Fyrirtækið varð til árið 2005 sem samvinnuverkefni um ullariðnað, tengt Víkurprjóni, mikilvirkri prjónastofu í Mýrdal. Upphaflega voru aðstandendur fimm talsins, en nú er fyrirtækið rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.

Frá upphafi einsetti Vík Prjónsdóttir sér að hanna og framleiða óhefðbundnar gæðavörur úr bestu íslensku ull sem fáanleg er hverju sinni, í samvinnu við helstu framleiðendur í ullariðnaði á landinu. Hefur samstarf fyrirtækissins við prjónastofuna Glófa ehf. við Ármúla verið sérstaklega farsælt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig unnið náið með erlendum aðilum, bæði hátæknivæddum prjónastofum og framsæknum textílhönnuðum. Þar má nefna japanska hönnuðinn Eley Kishimoto og sænsku listakonuna Petra Lilja. Afrakstur þeirra samvinnu hefur reglulega komið fyrir augu almennings á Hönnunarmarsi í Reykjavík.

Sérstaða Víkur Prjónsdóttur felst ekki einasta í staðföstum trúnaði fyrirtækisins við það sjálfbæra og einstaka hráefni sem íslenska ullin er, heldur í því hvernig hönnuðir þess hafa notað bæði náttúru landsins og þjóðsagnaarf í þróun ullarvöru af ýmsu tagi, vöru sem er allt í senn þénug, litrík og smellin. Flestir landsmenn þekkja nú værðarvoðir fyrirtækisins sem hægt er að íklæðast, lambhúshetturnar með yfirskegginu, vettlinga sem byggðir eru á selshreifum og slár í formi fuglsvængja.

 

Vörur Víkur Prjónsdóttur hafa vakið athygli á hönnunartengdum samkomum víða um lönd og hér heima hafa þær hlotið margar viðurkenningar.

Nú hafa orðið nokkur tímamót á tiltölulega stuttum æviferli Víkur Prjónsdóttur, því EPAL hefur ákveðið að styðja við þá þróunarvinnu sem unnin er innan vébanda fyrirtækisins og framtíðaráform þess, ekki með eignarhaldi eða beinum fjárhagsstuðningi, heldur með því að gerast sérstakur bakhjarl þess.

Í því felst að EPAL mun búa Vík Prjónsdóttur fast sess í öllum verslunum sínum, auglýsa það til jafns við helstu vörur sem það hefur umboð fyrir, og halda merki þess sérstaklega á lofti í öllum kynningum á íslenskri hönnun, heima og erlendis.

Á HönnunarMars í Epal verða kynntar Verndarhendur í splunkunýjum litum ásamt því að Verndarhendur prýða eitt af fjórum frímerkjum í seríunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum:


HÖNNUNARMARS Í EPAL

Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.

Epal kynnti á HönnunarMars 2016 nýjar vörur sem var afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna fékk nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.

“Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman var fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru. Hönnuðir verkefnisins voru þau Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Margrethe Odgaard, Christina L. Halstrøm, Ulrik Nordentoft og Sebastian Holmbäck.”

Við sýndum einnig áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Þar má nefna Sigurjón Pálsson, Scintilla, Önnu Þórunni, Ragnheiði Ösp, Guðmund Lúðvík, Elsu Nielsen, Ingibjörgu Hönnu, Sverrir Þór Viðarsson ásamt fleirum. Á Epal blogginu má sjá úttekt um verk hvers og eins hönnuðar sem við mælum svo sannarlega með að skoða, sjá hér. 

Ljósmyndarinn Gunnar Sverrisson tók myndirnar hér að neðan af sýningunni okkar í ár.
_A9T0007 _A9T0009 _A9T0011 _A9T0012 _A9T0017 _A9T0019 _A9T0022 _A9T0025 _A9T0031 _A9T0039 _A9T0043 _A9T0049 _A9T0055 _A9T0059 _A9T0066 _A9T0069 _A9T0072 _A9T0075 _A9T0078 _A9T9991 _A9T9998

HÖNNUNARMARS: GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR

Á HönnunarMars í Epal sýndi Guðný Hafsteinsdóttir línuna Baugar.

„Handgerðir hlutir segja sögu sína í hljóði og tjá vinnuna sem er að baki hlutarins. Baugar er í senn skúlptúr, lágmynd á vegg og kertastjaki. Verkið samanstendur af þremur misstórum hringjum sem unnir eru úr svörtum leir og vikri sem gefa því hrátt yfirbragð og hraunáferð. Hringirnir eru með innfelda rauf og er því hægt að raða kertum í þá eins hverjum þykir fara best.”

Guðný Hafsteinsdóttir er keramiker og hönnuður. Hún er fædd í Vestmannaeyjum og ólst upp í návígi við hafið, höfnina, björgin og dýralífið sem einkennir eyjarnar og má glöggt nema áhrif þaðan í verkum hennar. Guðný nam við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og var auk þess við nám í Finnlandi, Danmörku og í Ungverjalandi. Hún er félagi í Leirlistarfélagi Íslands og sat í stjórn Hönnunarmiðstöðvar frá 2011-2015 fyrir hönd félagsins. Hún hefur haldið einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Guðný hefur tekið þátt í rekstri nokkurra gallería og hefur rekið eigið verkstæði frá 1995.
DSC_1605 l _MG_2062

HÖNNUNARMARS: INGA ELÍN

Á HönnunarMars í Epal sýndi Inga Elín fallega matardiska og vasa. “Það er endalaus leit að skapa tímalausa hönnun, blanda saman góðu formi og skreytingu. Matardiskur er einn af þeim hlutum sem við notum oftast í okkar daglega lífi. Sambland af notagildi og skúlptúr, skreyting, tímalaust, fallegt, óvenjulegt. Hver er galdurinn við þetta allt saman? Leika sér að formum og litum. Vasi þarf að hugsa vel um blómin, umvefja þau. Vasi þarf líka að geta staðið án blóma og glatt umhverfið.”

Inga Elín hefur starfað við myndlist í hart nær þrjá áratugi og haldið fjölmargar sýningar hérna heima og erlendis. Upplýsinga um hana eru á www.ingaelin.com

unspecified-2 unspecified-3

HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG ÓSK ÞORVALDSDÓTTIR

Á HönnunarMars í Epal sýndi Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir viðbót við vörulínuna „Uppáklædd“.

“Það var tekanna sem kynnt var á HönnunarMars 2016.  Í fyrra var kaffikannan  „Uppáklædd“ kynnt og var grunnhugmynd  hennar snúningur af öllu tagi, snúningur tvinnakeflis, leirrennibekks eða hringsnúningur vatnsbununnar þegar hellt er upp á kaffið. Tekannan er unnin út frá sömu grunnhugmynd.  Hún er einnig úr postulíni og hefur svipað grip og kaffikannan.  Hún tekur rúma 800 ml af löguðu tei og sómir sér vel við hlið kaffikönnunnar.

„Uppáhald“ er borðflaska fyrir vatn eða vín gerð úr postulíni. Hún tekur um 500 ml af vökva og er með kúlulaga tappa.  Nafn borðflöskunnar vísar bæði til forms flöskuhálsins sem haldið er um þegar hellt er úr henni og þess að útlit hennar er í uppáhaldi hjá mörgum.

Vínglös úr postulíni eru í tveimur stærðum og nokkrum litum. Form þeirra er einfalt og látlaust. Þau henta vel til þess að bera fram líkjör eða sherry.unspecifiedunspecified-1 unspecified

HÖNNUNARMARS: SIGURJÓN PÁLSSON

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal sýndi hönnuðurinn Sigurjón Pálsson nokkur ný verk.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar

Á HönnunarMars í Epal kynnti Sigurjón til sögunnar nýja útgáfu af Vaðfuglum í svörtu og hvítu sem framleiddir eru af Normann Copenhagen og eru þegar komnir í sölu, ásamt þeim voru hvalur sem verður framleiddur í samstarfi við Epal ásamt hænu og kertastjökum.

2016_Normann_Catalogue_Acc_43
_DSC0069 _DSC0089 01 02