HÖNNUNARMARS: SIGURJÓN PÁLSSON

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal sýndi hönnuðurinn Sigurjón Pálsson nokkur ný verk.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar

Á HönnunarMars í Epal kynnti Sigurjón til sögunnar nýja útgáfu af Vaðfuglum í svörtu og hvítu sem framleiddir eru af Normann Copenhagen og eru þegar komnir í sölu, ásamt þeim voru hvalur sem verður framleiddur í samstarfi við Epal ásamt hænu og kertastjökum.

2016_Normann_Catalogue_Acc_43
_DSC0069 _DSC0089 01 02

HÖNNUNARMARS: SVERRIR ÞÓR VIÐARSSON

Sverrir Þór Viðarsson kynnti á HönnunarMars í Epal fallega handsmíðaða vöggu. Sverir Þór er innanhússarkitek, útskrifaður frá ISAD í Mílanó, árið 2008 og hefur unnið hin ýmsu verkefni á sviði arkitektúrs og hönnunar gegnum árin. Bæði stór sem smá verkefni í samstarfi við aðra á arkitektastofu sem og prívat verkefni.

“Vaggan var upphaflega hönnuð fyrir son minn og til að þjóna okkar þörfum. Sá ég fyrir mér að hún gæti verið í notkun innan fjölskyldunnar fyrir komandi kynslóðir. Markmiðið var að hanna klassískan hlut sem hægt væri að hafa á hjólum og væri einfalt að setja saman, sem og taka í sundur og koma fyrir í geymslu.”
_A9T9764

HÖNNUNARMARS: SUNNA DÖGG

Sunbird kynnir frumgerð að vöggu úr birkikrossviði og beyki. Vaggan kemur í flatpakka og því er auðvelt að geyma hana og láta ganga á milli kynslóða. Rimlum var sleppt til að freista ekki eldri barna á heimilinu eða þeirra sem koma í heimsókn. Þegar börn sjá ekki ofan í vögguna þá láta þau ungabarnið og vögguna óáreitt. Sunbird kynnti einnig sængurföt og stoðkant fyrir ungabörn. Stoðkantinn má einnig nota sem bók. Myndefnið er sótt í íslenskt sveitalíf, fjöll, fossa og dýr. Efnið í sængurfötum og stoðkanti er lífrænt og slitsterkt bambussilki.

postcard_vagga+sængurfot

HÖNNUNARMARS: UMEMI

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal kynnti vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir línu af teljósastjökum handunnum úr möttu postulíni. Hearth er lína af teljósastjökum sem bjóða uppá leik með form og liti, hver stjaki samanstendur af þremur bitum sem hægt er að raða saman og víxla að vild og skapa þannig margar mismunandi útkomur.
IMG_7042 IMG_7149 unspecified-1 unspecified-2

HÖNNUNARMARS: RAGNHEIÐUR INGUNN

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal sýndi Ragnheiður Ingunn fallega handrennda vasa sem báru heitið Dandelion (Túnfífill).

“Nytjahlutir eru ávallt hannaðir með hlutverk í huga. En í tímanna rás öðlast handverk og saga hlutarins oft mun meira vægi en upprunalegt hlutverk hans. Hluturinn stendur þá einn og sér. Dandelion vasarnir eru handrenndir og koma í beinu framhaldi af kertastjökum sem ég hef verið að vinna með undanfarin ár. í vösunum má greina náttúrulega og menningarlega þætti; sívöl form sem henta tignarlegum blómum í óvenjulegum stærðum og liti sem endurspegla áferð og óteljandi litbrigði náttúrunnar
Ég vinn á jaðri handverks og iðnaðar og eru engin tvö verk nákvæmlega eins. Ég leyfi handverkinu að njóta sín og vil að hlutirnir mínir beri þess merki hvort þeir eru renndir, steyptir eða handmótaðir.
Í stað þess að skilgreina mig ýmist sem myndlistarmann eða sem hönnuð hef ég unnið verk mín sem hvort tveggja í senn. Mörkin á milli myndlistar og hönnunnar finnst mér ekki mikilvæg og leyfi ég mér að vinna á þessum óljósu mörkum. ” Segir Ragnheiður Ingunn um verk sín.

RagnheiðurIngunn_vasar5 RagnheiðurIngunn_vasar8 RagnheiðurIngunn_vasar9

HÖNNUNARMARS: POSTULÍNA

Postulína kynnir nýja blómavasa 9 (Planet 9) sem minna á hnetti og eru innblásnir af hugmyndum sem settar hafa verið fram um nýjundu reikistjörnuna, 9. Vel má ímynda sér að upp úr líflausu yfirborði slíkrar plánetu skjótist líf, blóm upp úr eyðimörkinni, rétt eins og upp úr svörtum sandi sem finna má við strendur Íslands.

Segja má að blómavasarnir séu sjálfstætt framhald af blómapottaseriu Postulínu, Draumur um vor, sem sýnd var í fyrra á Hönnunarmars.

Eins og á við um fyrri verk Postulínu eru nýju vasarnir unnir á rennibekk. Að þessu sinni er unnið með kúluna, sem eins og allir vita er mikilvægt fagurfræðilegt grunnform.

Vatnslitamyndirnar sem með fylgja hafa einnig verið unnar á rennibekknum og þannig kannar Postulína möguleika vinnuaðferða sinna í nýjum miðlum.

IMG_3640IMG_3762

HÖNNUNARMARS: EVA ARADÓTTIR & NINA NYMAN

Eva Aradóttir og Nina Nyman sýna á HönnunarMars í Epal, óhefðbundna kústinn Robin.

“Hönnunin er tilvalin til að sópa gólfið eftir daglegt amstur á heimilinu. En af hverju ekki að leyfa krökkunum að leika sér með hann?

Með því að snúa honum við breytist notagildi hans úr hinum hefðbundna kústi í ævintýralegan leikhest. Hugmyndin kveiknaði út frá því að oft fá börnin á heimilinu að leika sér með eldhúsáhöld sér til dundurs meðan forelrarnir sinna elhússtörfum, því fannst okkur tilvalið að hanna eitthvað sem tengir saman þessa tvo heima svo bæði börn og fullorðnir fá að njóta góðs af fallegri hönnun. Hárin eru að sjálfsögðu úr íslenskum hrosshárum en með kústinum fylgjir einnig litill viðarkambur til að sjá til þess að hárin haldist hrein og ryk frí. Kústurinn sjálfur er gerður úr hlyn.

Eva&Nina

HÖNNUNARMARS: GUÐMUNDUR LÚÐVÍK

Guðmundur Lúðvík sýnir á HönnunarMars í Epal stólinn Contour sem framleiddur er af hollenska fyrirtækinu Arco.

“Í leit eftir möguleikum innan handverks, listsköpun og hönnun hef ég fundið minn eiginn leikvöll. Niðurstaða þessarar leitar er undirstaða mín í rannsóknum og tilraunum með þróun nýrrar hönnunar”

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri mentun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01