HÖNNUNARMARS: EVA ARADÓTTIR & NINA NYMAN

Eva Aradóttir og Nina Nyman sýna á HönnunarMars í Epal, óhefðbundna kústinn Robin.

“Hönnunin er tilvalin til að sópa gólfið eftir daglegt amstur á heimilinu. En af hverju ekki að leyfa krökkunum að leika sér með hann?

Með því að snúa honum við breytist notagildi hans úr hinum hefðbundna kústi í ævintýralegan leikhest. Hugmyndin kveiknaði út frá því að oft fá börnin á heimilinu að leika sér með eldhúsáhöld sér til dundurs meðan forelrarnir sinna elhússtörfum, því fannst okkur tilvalið að hanna eitthvað sem tengir saman þessa tvo heima svo bæði börn og fullorðnir fá að njóta góðs af fallegri hönnun. Hárin eru að sjálfsögðu úr íslenskum hrosshárum en með kústinum fylgjir einnig litill viðarkambur til að sjá til þess að hárin haldist hrein og ryk frí. Kústurinn sjálfur er gerður úr hlyn.

Eva&Nina