HÖNNUNARMARS: RAGNHEIÐUR INGUNN

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal sýndi Ragnheiður Ingunn fallega handrennda vasa sem báru heitið Dandelion (Túnfífill).

“Nytjahlutir eru ávallt hannaðir með hlutverk í huga. En í tímanna rás öðlast handverk og saga hlutarins oft mun meira vægi en upprunalegt hlutverk hans. Hluturinn stendur þá einn og sér. Dandelion vasarnir eru handrenndir og koma í beinu framhaldi af kertastjökum sem ég hef verið að vinna með undanfarin ár. í vösunum má greina náttúrulega og menningarlega þætti; sívöl form sem henta tignarlegum blómum í óvenjulegum stærðum og liti sem endurspegla áferð og óteljandi litbrigði náttúrunnar
Ég vinn á jaðri handverks og iðnaðar og eru engin tvö verk nákvæmlega eins. Ég leyfi handverkinu að njóta sín og vil að hlutirnir mínir beri þess merki hvort þeir eru renndir, steyptir eða handmótaðir.
Í stað þess að skilgreina mig ýmist sem myndlistarmann eða sem hönnuð hef ég unnið verk mín sem hvort tveggja í senn. Mörkin á milli myndlistar og hönnunnar finnst mér ekki mikilvæg og leyfi ég mér að vinna á þessum óljósu mörkum. ” Segir Ragnheiður Ingunn um verk sín.

RagnheiðurIngunn_vasar5 RagnheiðurIngunn_vasar8 RagnheiðurIngunn_vasar9