HÖNNUNARMARS: UMEMI

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal kynnti vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir línu af teljósastjökum handunnum úr möttu postulíni. Hearth er lína af teljósastjökum sem bjóða uppá leik með form og liti, hver stjaki samanstendur af þremur bitum sem hægt er að raða saman og víxla að vild og skapa þannig margar mismunandi útkomur.
IMG_7042 IMG_7149 unspecified-1 unspecified-2