HÖNNUNARMARS: SUNNA DÖGG

Sunbird kynnir frumgerð að vöggu úr birkikrossviði og beyki. Vaggan kemur í flatpakka og því er auðvelt að geyma hana og láta ganga á milli kynslóða. Rimlum var sleppt til að freista ekki eldri barna á heimilinu eða þeirra sem koma í heimsókn. Þegar börn sjá ekki ofan í vögguna þá láta þau ungabarnið og vögguna óáreitt. Sunbird kynnti einnig sængurföt og stoðkant fyrir ungabörn. Stoðkantinn má einnig nota sem bók. Myndefnið er sótt í íslenskt sveitalíf, fjöll, fossa og dýr. Efnið í sængurfötum og stoðkanti er lífrænt og slitsterkt bambussilki.

postcard_vagga+sængurfot