HÖNNUNARMARS: SVERRIR ÞÓR VIÐARSSON

Sverrir Þór Viðarsson kynnti á HönnunarMars í Epal fallega handsmíðaða vöggu. Sverir Þór er innanhússarkitek, útskrifaður frá ISAD í Mílanó, árið 2008 og hefur unnið hin ýmsu verkefni á sviði arkitektúrs og hönnunar gegnum árin. Bæði stór sem smá verkefni í samstarfi við aðra á arkitektastofu sem og prívat verkefni.

“Vaggan var upphaflega hönnuð fyrir son minn og til að þjóna okkar þörfum. Sá ég fyrir mér að hún gæti verið í notkun innan fjölskyldunnar fyrir komandi kynslóðir. Markmiðið var að hanna klassískan hlut sem hægt væri að hafa á hjólum og væri einfalt að setja saman, sem og taka í sundur og koma fyrir í geymslu.”
_A9T9764