HÖNNUNARMARS: SIGURJÓN PÁLSSON

Á nýliðnum HönnunarMars í Epal sýndi hönnuðurinn Sigurjón Pálsson nokkur ný verk.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar

Á HönnunarMars í Epal kynnti Sigurjón til sögunnar nýja útgáfu af Vaðfuglum í svörtu og hvítu sem framleiddir eru af Normann Copenhagen og eru þegar komnir í sölu, ásamt þeim voru hvalur sem verður framleiddur í samstarfi við Epal ásamt hænu og kertastjökum.

2016_Normann_Catalogue_Acc_43
_DSC0069 _DSC0089 01 02