HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG ÓSK ÞORVALDSDÓTTIR

Á HönnunarMars í Epal sýndi Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir viðbót við vörulínuna „Uppáklædd“.

“Það var tekanna sem kynnt var á HönnunarMars 2016.  Í fyrra var kaffikannan  „Uppáklædd“ kynnt og var grunnhugmynd  hennar snúningur af öllu tagi, snúningur tvinnakeflis, leirrennibekks eða hringsnúningur vatnsbununnar þegar hellt er upp á kaffið. Tekannan er unnin út frá sömu grunnhugmynd.  Hún er einnig úr postulíni og hefur svipað grip og kaffikannan.  Hún tekur rúma 800 ml af löguðu tei og sómir sér vel við hlið kaffikönnunnar.

„Uppáhald“ er borðflaska fyrir vatn eða vín gerð úr postulíni. Hún tekur um 500 ml af vökva og er með kúlulaga tappa.  Nafn borðflöskunnar vísar bæði til forms flöskuhálsins sem haldið er um þegar hellt er úr henni og þess að útlit hennar er í uppáhaldi hjá mörgum.

Vínglös úr postulíni eru í tveimur stærðum og nokkrum litum. Form þeirra er einfalt og látlaust. Þau henta vel til þess að bera fram líkjör eða sherry.unspecifiedunspecified-1 unspecified