HÖNNUNARMARS Í EPAL : MARGRETHE ODGAARD

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hönnuðurinn Margrethe Odgaard notar vefnað sem grundvöll í sína hönnun. Með því að hugsa með höndunum er nálgun hennar á sama tíma listræn, áþreifanleg og vel úthugsuð. Odgaard notast bæði við ljóðræn og samræmd mynstur og liti og er hún stöðugt í leit að ferskum leiðum til að nýta lit og mynstur í vefnað sem er einkennandi fyrir öll hennar verk. Hennar listræna sýn er knúin áfram af þrá hennar fyrir sköpun þar sem þekking, hugmyndir og kunnátta eru í forgrunni.

 „Mitt íslenska verk samanstendur af tveimur vörum, sem hvort um sig er nefnt eftir stöfum úr stafrófinu. Púðinn heitir Ástvin, sem er íslenskt karlmannsnafn og merking þess er „kær vinur“. Teppið heitir eftir kvenmanns nafninu Brynja, það er þykkt, mjúkt og notalegt til að kúra með og halda á sér hita. Þetta er samstarfsverkefni mitt með EPAL og er hugmynd þeirra að kynna reglulega nýjar vörur sem gerðar eru úr íslenskri ull. Næsta vara mun byrja á stafnum C.“