VÆNTANLEGT: DAILY FICTION

Frábærar fréttir fyrir hönnunarunnendur! Daily fiction er splunkuný og spennandi vörulína frá vinum okkar hjá Normann Copenhagen sem við bíðum spennt eftir að fá til okkar í Epal. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum „dagsdaglegum“ hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti svosem stílabækur, gjafapappír, límmiða, yddara, skæri ásamt allskyns skriffærum og fleiru.

Daily fiction er eins og nammibúð fyrir fullorðna, fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna línuna sem er sælgæti fyrir augun.

Meðfylgjandi eru myndir úr flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn.

7884F3B217E04C4A83CA9294E91ADE5A.ashx4461F0D6B2F14A41ADB858136BB35566.ashx combo1.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_06.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_07.ashx

NÝTT FRÁ BY LASSEN

Við vorum að fá nýja sendingu frá By Lassen, í henni leyndust fallegu blómapottarnir Rimm og margnota flísarnar Maze. Flísarnar henta vel undir heitt, undir Kubus eða til allskyns framreiðslu.

Við eigum einnig von á fallegum blómavösum frá By Lassen á næstu dögum.
13133117_1272316009448496_6947467664402535199_nbyLassen-Rimm-Flowerpot-Camel-White-Ambiente-10 byLassen-Maze-White-Frame-Ambiente-01 byLassen_Rimm_Group_Lifestyle_High Res_230x230 BY_lassen_Maze_Exes_flise_bordska__778_ner_kubus_s

MÆÐRADAGURINN

Mæðradagurinn er á sunnudaginn og við tókum saman í því tilefni nokkrar hugmyndir að mæðradagsgjöf.

 

Epal-mædradagur

  1. Lakkrís frá Lakrids by Johan Bulow er alltaf tilvalin tækifærisgjöf. 1.400 kr.-
  2. Íslenskt gæðasúkkulaði frá Omnom hittir í mark hjá öllum mömmum sem elska súkkulaði. 1.300 kr.-
  3. Sniðug ferðadagbók frá Design Letters þar sem hægt er að punkta niður uppáhalds verslanir, veitingarhús og sniðug tips varðandi hvert ferðalag sem farið er í.
  4. Við eigum til gott úrval af fallegum blómapottum, blómavösum og kryddjurtapottum fyrir mömmur með græna fingur. Kryddjurtapotturinn á myndinni er frá Eva Solo. 6.500 kr.-
  5. Mæðradagsblómið 2016 er fallegur og fjölnota poki til styrktar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. 2.500 kr.-
  6. Hálsmen frá Hendrikku Waage. 12.750 kr.-
  7. Ilmkert er alltaf góð gjöf, við eigum til frábært úrval. 5.150 kr.-

KRINGLUKAST: EPAL KRINGLAN

Í tilefni Kringlukasts dagana 5.-9.maí bjóðum við upp á frábær tilboð í verslun okkar Epal Kringlunni. 10% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru sérmerktar og 30-50% afsláttur af völdum vörum. Þar má t.d. nefna Kastehelmi glös, skart frá Hring eftir hring, Stelton hitamál og Stockholm línan frá Stelton ásamt fleiri spennandi tilboðum. Verið velkomin í heimsókn í Epal Kringlunni og gerið góð kaup.

Myndirnar að neðan eru teknar af Epal snapchat sem öllum er velkomið að fylgja (epaldesign).
Screen Shot 2016-05-06 at 13.06.55 13113217_10154810728458332_953938910_o.png 13112541_10154810728463332_1488651946_o.png13199275_10154810728513332_1912168966_o.png

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að missa ekki af neinu, notandanafnið er epaldesign á Instagram og á Snapchat.

MÆÐRABLÓMIÐ 2016

Mæðrablómið 2016 er fallegur fjölnota poki, hannaður og framleiddur af Tulipop sem gaf vinnu sína við gerð hans. Þegar þú kaupir Mæðrablómið styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Árlega hefur blóm í einhverri mynd verið selt í tengslum við mæðradaginn, sem í ár er 8. maí, og allur ágóði af sölunni rennur í Menntunarsjóðinn. Pokinn kostar 2.500 kr. og sölutímabilið er 4. – 19. maí.

„Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 70 tekjulágum konum kleift að stunda nám. “

Epal er einn af söluaðilum Mæðrablómsins 2016.
Taska og sjór Taska á hvítum bakgrunni Taska á kaffi húsi

HAPPDRÆTTI Í EPAL SKEIFUNNI

Happdrætti!
Í tilefni þess að í dag föstudag og á morgun laugardag 29.-30.apríl eru hjá okkur sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & son ásamt Artemide höldum við veglegt happdrætti í Epal Skeifunni þar sem hægt er að skrá sig í pottinn. Kíktu endilega til okkar í Skeifunni og settu nafnið þitt í pottinn, dregið verður í lok næstu viku.

20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum um helgina. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum. Opið á laugardag frá kl.11:00-16:00.
Happamiði A4

20% AFSLÁTTUR FRÁ CARL HANSEN, MONTANA OG ARTEMIDE

Um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag verða hjá okkur 3 sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & Søn ásamt Artemide. Í tilefni þess verður veittur 20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum.

3serfr

 

Eitt þekktasta húsgagnið frá Carl Hansen & Søn er líklega CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda. Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér. Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4fcarl-hansen2be3f2082165bad8342cec7fbf580025b3867Furniture-from-Carl-Hansen-Son-image4Furniture-from-Carl-Hansen-Son-image6

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

7be205094778937d055167e16de114d4 4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca

Artemide er þekktur ítalskur ljósaframleiðandi sem sérhæfir sig í framleiðslu á ljósum eftir hönnuði og arkitekta og eru þeir þekktastir fyrir Tolomeo lampann fræga sem var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn.

7106fb7b5398266d102d91f95171266f 867079ef200fdbae12d021ca9553d05c f80729531e50eca5f4788c0a43b062b8 free-shipping-artemide-tolomeo-mega-terra-floor-lamp

Kíktu við í Epal Skeifuna um helgina og nýttu þér þessi frábæru tilboð!

Um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag verða hjá okkur 3 sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & Søn ásamt Artemide. Í tilefni þess verður veittur 20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum.

NÝTT Í EPAL : AYTM DESIGN

AYTM er nýtt og spennandi danskt vörumerki sem kynnt var í fyrsta sinn á hönnunarsýningunni North Modern 2015. AYTM var stofnað af þeim Kathrine Gran Hartvigsen and Pe Gran Hartvigsen og hefur slegið rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar einkenna vörurnar sem gefur þeim lúxus yfirbragð.

AYTM er nýtt vörumerki í Epal, kíktu við og sjáðu úrvalið.

201523 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_2 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_3 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_5 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_6 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_8201520

BRÚÐKAUP 2016

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Á heimasíðu okkar hér að ofan er hægt að setja saman gjafalista á auðveldan hátt. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl.

Smelltu HÉR til að skoða lista yfir vinsælar brúðkaupsgjafir til að fá hugmyndir fyrir þinn gjafalista, eða jafnvel ef þú ert á leið í brúðkaup og ert að leita af réttu gjöfinni.

Epal-bryllup1

PH5 KLASSÍK Á AFMÆLISTILBOÐI

Klassíska PH5 ljósið frá Louis Poulsen er á frábæru afmælistilboði fram til 30.apríl og kostar nú aðeins 79.900 kr. í stað 117.000 kr. (PH5 classic er hvítt með bláum lit).

PH5 ljósið var hannað árið 1958 af arkitektinum Poul Henningsen (1894-1967) fyrir Louis Poulsen og er ljósið í dag heimsþekkt sem hönnunartákn og er líklega eitt vinsælasta ljósið í Skandinavíu. Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði og á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

Poul Henningsen sem í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína hóf samstarf við danska ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag eftir áralangt og mjög farsælt samstarf en hann hannaði einnig fræga Köngulinn (Archichoke) fyrir Louis Poulsen. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum meðal annars sem rithöfundur og gagnrýnandi. Hann starfaði einnig lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

PH5 ljósið er í senn klassískt og elegant og falleg hönnun þess gefur alveg einstaka birtu inn í hvert rými. PH5 ljósið er fullkomið yfir eldhúsborðið og hentar einnig vel fyrir almenningsrými.

PH_205_20classic__20kira
ph5-classicLouis-Poulsen-PH5-Classic-Whiteafm-PH5