PH5 KLASSÍK Á AFMÆLISTILBOÐI

Klassíska PH5 ljósið frá Louis Poulsen er á frábæru afmælistilboði fram til 30.apríl og kostar nú aðeins 79.900 kr. í stað 117.000 kr. (PH5 classic er hvítt með bláum lit).

PH5 ljósið var hannað árið 1958 af arkitektinum Poul Henningsen (1894-1967) fyrir Louis Poulsen og er ljósið í dag heimsþekkt sem hönnunartákn og er líklega eitt vinsælasta ljósið í Skandinavíu. Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði og á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

Poul Henningsen sem í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína hóf samstarf við danska ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag eftir áralangt og mjög farsælt samstarf en hann hannaði einnig fræga Köngulinn (Archichoke) fyrir Louis Poulsen. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum meðal annars sem rithöfundur og gagnrýnandi. Hann starfaði einnig lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

PH5 ljósið er í senn klassískt og elegant og falleg hönnun þess gefur alveg einstaka birtu inn í hvert rými. PH5 ljósið er fullkomið yfir eldhúsborðið og hentar einnig vel fyrir almenningsrými.

PH_205_20classic__20kira
ph5-classicLouis-Poulsen-PH5-Classic-Whiteafm-PH5