NÝTT FRÁ BY LASSEN

Við vorum að fá nýja sendingu frá By Lassen, í henni leyndust fallegu blómapottarnir Rimm og margnota flísarnar Maze. Flísarnar henta vel undir heitt, undir Kubus eða til allskyns framreiðslu.

Við eigum einnig von á fallegum blómavösum frá By Lassen á næstu dögum.
13133117_1272316009448496_6947467664402535199_nbyLassen-Rimm-Flowerpot-Camel-White-Ambiente-10 byLassen-Maze-White-Frame-Ambiente-01 byLassen_Rimm_Group_Lifestyle_High Res_230x230 BY_lassen_Maze_Exes_flise_bordska__778_ner_kubus_s

POSTULÍNA ER MÆTT Í EPAL

IMG_3405

DRAUMUR UM VOR

Eftir erfiðan vetur dreymir okkur vor og við þráum græna litinn í tilveruna. Upp í huga Postulínu koma pottaplöntur uppvaxtaráranna þegar slíkar var að finna á hverju heimili. Mikilvægt var að verða sér úti um lífvænlegan afleggjara. Hveragerði reyndist vel, þaðan best að fá græðlingana og þar var líka Eden, ís, páfagaukar, apar og skrautlegustu blómin.

Í unglingshuganum kviknaði áhugi á pottaplöntum, þessum harðgerðu heimilsvinum sem gáfu lífinu lit, jafnvel um miðjan vetur. Þá skipti engu hvort maður ólst upp norðan eða sunnan heiða.

Með vorþránni kviknar líka nostalgían, sem tekur á sig form hengipottar með fallegri plöntu. Plönturnar hreinsuðu heimilisloftið og léttu lund, það er margsannað.

Blómapottar Postulínu eru nýlegir en síðan hafa á síðustu dögum sprottið útúr ofninum þessi litlu krútt – litlir græðlingar af ættlegg stóru pottanna upplagðir fyrir afleggjara, kryddjurtir og smákaktusa.

Eins og allt annað frá Postulínu þá er hver hlutur sérstakur. Allt er handrennt af alúð og hver gripur á sér sinn karakter.

Veldu þér pott undir uppáhalds blómið þitt. Ræktaðu garðinn þinn.

IMG_3181 IMG_3175 IMG_3401 IMG_3411 IMG_3402 IMG_3446 IMG_3444 IMG_3435

Postulína er mætt í Epal Skeifunni og eru blómapottarnir þeirra einnig væntanlegir í Epal Kringlunni í næstu viku (20-26.apríl), kíktu í heimsókn og sjáðu úrvalið.