MÆÐRABLÓMIÐ 2016

Mæðrablómið 2016 er fallegur fjölnota poki, hannaður og framleiddur af Tulipop sem gaf vinnu sína við gerð hans. Þegar þú kaupir Mæðrablómið styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Árlega hefur blóm í einhverri mynd verið selt í tengslum við mæðradaginn, sem í ár er 8. maí, og allur ágóði af sölunni rennur í Menntunarsjóðinn. Pokinn kostar 2.500 kr. og sölutímabilið er 4. – 19. maí.

“Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 70 tekjulágum konum kleift að stunda nám. ”

Epal er einn af söluaðilum Mæðrablómsins 2016.
Taska og sjór Taska á hvítum bakgrunni Taska á kaffi húsi