HÖNNUNARMARS: POSTULÍNA

Postulína kynnir nýja blómavasa 9 (Planet 9) sem minna á hnetti og eru innblásnir af hugmyndum sem settar hafa verið fram um nýjundu reikistjörnuna, 9. Vel má ímynda sér að upp úr líflausu yfirborði slíkrar plánetu skjótist líf, blóm upp úr eyðimörkinni, rétt eins og upp úr svörtum sandi sem finna má við strendur Íslands.

Segja má að blómavasarnir séu sjálfstætt framhald af blómapottaseriu Postulínu, Draumur um vor, sem sýnd var í fyrra á Hönnunarmars.

Eins og á við um fyrri verk Postulínu eru nýju vasarnir unnir á rennibekk. Að þessu sinni er unnið með kúluna, sem eins og allir vita er mikilvægt fagurfræðilegt grunnform.

Vatnslitamyndirnar sem með fylgja hafa einnig verið unnar á rennibekknum og þannig kannar Postulína möguleika vinnuaðferða sinna í nýjum miðlum.

IMG_3640IMG_3762

HÖNNUNARMARS: EVA ARADÓTTIR & NINA NYMAN

Eva Aradóttir og Nina Nyman sýna á HönnunarMars í Epal, óhefðbundna kústinn Robin.

„Hönnunin er tilvalin til að sópa gólfið eftir daglegt amstur á heimilinu. En af hverju ekki að leyfa krökkunum að leika sér með hann?

Með því að snúa honum við breytist notagildi hans úr hinum hefðbundna kústi í ævintýralegan leikhest. Hugmyndin kveiknaði út frá því að oft fá börnin á heimilinu að leika sér með eldhúsáhöld sér til dundurs meðan forelrarnir sinna elhússtörfum, því fannst okkur tilvalið að hanna eitthvað sem tengir saman þessa tvo heima svo bæði börn og fullorðnir fá að njóta góðs af fallegri hönnun. Hárin eru að sjálfsögðu úr íslenskum hrosshárum en með kústinum fylgjir einnig litill viðarkambur til að sjá til þess að hárin haldist hrein og ryk frí. Kústurinn sjálfur er gerður úr hlyn.

Eva&Nina

HÖNNUNARMARS: GUÐMUNDUR LÚÐVÍK

Guðmundur Lúðvík sýnir á HönnunarMars í Epal stólinn Contour sem framleiddur er af hollenska fyrirtækinu Arco.

„Í leit eftir möguleikum innan handverks, listsköpun og hönnun hef ég fundið minn eiginn leikvöll. Niðurstaða þessarar leitar er undirstaða mín í rannsóknum og tilraunum með þróun nýrrar hönnunar“

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri mentun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01

HÖNNUNARMARS: EMILÍA BORGÞÓRSDÓTTIR

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður sýnir á HönnunarMars í Epal kertastjakana Vita.

„Vitar er ný lína kertastjaka úr renndum við sem sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vitabygginga sem norpa á annesjum landsins. Vitarnir eru í fimm mismunandi formum sem endurspegla fjölbreyttan byggingarstíl íslenskra vita. Þeir koma í nokkrum stærðum og litum, hvítir, bláir, appelsínugulir og viðarlitaðir. Vitar hafa alltaf veitt mér innblástur, þeir eru traustir en jafnframt sveipaðir dulúð. Þeir vísa sjófarendum veginn og koma þeim öruggum heim í hvaða veðri sem er.“
VITAR-1aEmiliaBorgþórsdóttir

HÖNNUNARMARS: ELSA NIELSEN

Elsa Nielsen grafískur hönnuður sýnir verkefnið #einádag á HönnunarMars í Epal.

„Þann 1. janúar 2015 ákvað ég að skrásetja líf mitt með litlum trélitateikningum og rifja þannig upp gamla trétlitatakta. Ég teiknaði eina litla mynd á dag og deildi þeim á Instagram undir #einádag. Ég náði að klára heilt ár, eða 365 myndir, með hjálp þeirra sem fylgdust með að aðdáun. Ég ákvað í framhaldinu að nýta myndirnar og með því að hanna dagatal úr öllum myndunum sem hægt er að nota líka sem tækifæriskort. Eitt listaverk á dag í eitt ár!

Dagatalið er prentað á gæðapappír og kemur í kassa með 12 blokkum – ein blokk fyrir hvern mánuð. Í kassanum fylgja trönur sem hægt er að setja blokkirnar á. Svo rífur maður einn dag af í einu. Dagatalið er hægt að setja upp hvenær sem er því það er ekki tengt vikudögum né ártali. Dagatal fyrir fagurkera. Dagatalið fæst á íslensku, ensku og dönsku. Danska útgáfan er væntanleg í Illums Bolighus í danmörku í næsta mánuði.

Veggspjöld

Eftir að hafa teiknað allar 365 myndir sá ég að það er auðveldlega hægt að skipta þeim niður í nokkra flokka. Tilvalið að setja á veggspjöld til að fegra heimilið. Flokkarnir eru þessir: Uppáhalds, Heimilið, Leikgleði, Matur, Góðgæti og Náttúra. Til sýnis í Epal á HönnunarMars.

Sængurverasett

Allar 365 teikningarnar passa fullkomlega á eitt sængurver. Fallegt í hjónaherbergið eða barnaherbergið. Í fyrsta skipti til sýnis í Epal á HönnunarMars 2016.

Þetta skemmtilega trélita verkefni #einádag sem byrjaði smátt með einni lítilli mynd á pappírssnepil varð stærra en ég þorði nokkurn tíman að vona. Í janúar á þessu ári var ég útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016 og voru allar orginal myndirnar til sýnis í Gallerí Gróttu í kjölfarið af útnefningunni. Einnig segji ég stolt frá því að ég átti fund með Illums Bolighus í danmörku sem vill fá dagatalið í verslunina sem fyrst og líklega veggspjöldin líka.“

sængurverasett_2 40144_einadag_nr3 Poster_elsanielsen

HÖNNUNARMARS: BYLGJUR

Í tilefni 40 ára afmæli Epal voru 6 hönnuðir frá Íslandi og Danmörku fengnir til að hanna nýjar vörur útfrá íslenskum innblæstri. Í október 2015 dvöldu hönnuðurnir í fjóra daga á Listasetrinu Bæ þar sem þeir skiptust á hugmyndum, ræddu íslenska menningu og kynntust mismunandi hráefni. Verkefnið hlaut nafnið Bylgjur: undir íslenskum áhrifum og er núna hægt að kynna sér á HönnunarMars í Epal Skeifunni.

Hönnuðir voru þau: Margrethe Odgaard, Chris L. Halstrøm, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Ingibjörg Hanna, Sebastian Holmbäck og Ulrik Nordentoft.

Hér að neðan má sjá brot af verkunum sem sjá má á sýningunni en sjón er sögu ríkari.
Screen Shot 2016-03-12 at 11.23.17 Hofsós duo 1606 Halstrøm-Odgaard 003 kopi IMG_7373Screen Shot 2016-03-12 at 11.32.35Vatn

 

HÖNNUNARMARS: ANNA ÞÓRUNN

Anna Þórunn sýnir línuna COWBOY DREAM /Kúrekadraumur á HönnunarMars í Epal.

„Snemma í æsku átti ég mér þann draum að verða kúreki enda heilluð af þeirri ímynd sem maður upplifði í bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sá draumur hélt mér hugfanginni þar til að annar draumur varð yfirsterkari. Leyfum okkur að dreyma! Cowboy Dream Collection er tileinkað föður mínum Hauki Hervinssyni.“

Opnunartími HönnunarMars í Epal:

Föstudagur: 10:00 – 18:00

Laugardagur: 11:00 – 16:00

Sunnudagur: 12:00 – 16:00
20160304_AnnaThorunn_0076 20160304_AnnaThorunn_002720160304_AnnaThorunn_004020160304_AnnaThorunn_0102

HÖNNUNARMARS Í EPAL 2016

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars. 
Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.
Epal kynnir nýjar vörur sem er afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna hefur fengið nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.
Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman er fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru.
Epal mun einnig í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra.
Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.
HönnMarsaugl

ÍSLENSK PLAKÖT Í BARNAHERBERGIÐ: AMIKAT

Undir merkinu Amikat koma fram vatnslitaverk Írisar Halldórsdóttur í vönduðum eftirprentum. Fyrsta sería hennar ber nafnið Carnival þar sem 6 dýr eru klædd upp fyrir Feneyjarhátíð miðaldanna, skreytt grímum, fjöðrum og töfrandi fylgihlutum.
Íris lauk námi í þrívíddarteiknun við International Academy of Design & Technology í Toronto, Kanada, og myndlistarnámskeiðum við Myndlistarskólann í Reykjavík.

Amikat plakötin fást í Epal og kosta (30x40cm) kr. 5.900 og (40x50cm) kr. 7.900.

1Amikat Iris - refur þvottabjorn 1Giraffi strutsfjadrir minni 1Ljónið 2 1Ljónið minni 1Páfuglsgíraffi panda in room

BÓKAHILLUR FYRIR BARNAHERBERGI : ÍSLENSK HÖNNUN

Við vorum að fá nýja sendingu af fallegu bókahillunum fyrir barnaherbergi sem hannaðar eru af Siggu Heimis. Hillurnar eru 120 cm á lengd og hannaðar þannig að bækurnar snúi fram en ekki á hlið eins og tíðkast oft í bókahillum, og skreytir þá bæði veggi herbergisins ásamt því að virka hvetjandi fyrir börn til að grípa í bók til lesturs. Hillurnar eru til í nokkrum litum, hvítu, bleiku, og grænu og er hillan leiserskorin úr málmi.

1251459525_b_hylla2

Falleg íslensk hönnun í barnaherbergið.