ÍSLENSK PLAKÖT Í BARNAHERBERGIÐ: AMIKAT

Undir merkinu Amikat koma fram vatnslitaverk Írisar Halldórsdóttur í vönduðum eftirprentum. Fyrsta sería hennar ber nafnið Carnival þar sem 6 dýr eru klædd upp fyrir Feneyjarhátíð miðaldanna, skreytt grímum, fjöðrum og töfrandi fylgihlutum.
Íris lauk námi í þrívíddarteiknun við International Academy of Design & Technology í Toronto, Kanada, og myndlistarnámskeiðum við Myndlistarskólann í Reykjavík.

Amikat plakötin fást í Epal og kosta (30x40cm) kr. 5.900 og (40x50cm) kr. 7.900.

1Amikat Iris - refur þvottabjorn 1Giraffi strutsfjadrir minni 1Ljónið 2 1Ljónið minni 1Páfuglsgíraffi panda in room