HÖNNUNARMARS: ELSA NIELSEN

Elsa Nielsen grafískur hönnuður sýnir verkefnið #einádag á HönnunarMars í Epal.

“Þann 1. janúar 2015 ákvað ég að skrásetja líf mitt með litlum trélitateikningum og rifja þannig upp gamla trétlitatakta. Ég teiknaði eina litla mynd á dag og deildi þeim á Instagram undir #einádag. Ég náði að klára heilt ár, eða 365 myndir, með hjálp þeirra sem fylgdust með að aðdáun. Ég ákvað í framhaldinu að nýta myndirnar og með því að hanna dagatal úr öllum myndunum sem hægt er að nota líka sem tækifæriskort. Eitt listaverk á dag í eitt ár!

Dagatalið er prentað á gæðapappír og kemur í kassa með 12 blokkum – ein blokk fyrir hvern mánuð. Í kassanum fylgja trönur sem hægt er að setja blokkirnar á. Svo rífur maður einn dag af í einu. Dagatalið er hægt að setja upp hvenær sem er því það er ekki tengt vikudögum né ártali. Dagatal fyrir fagurkera. Dagatalið fæst á íslensku, ensku og dönsku. Danska útgáfan er væntanleg í Illums Bolighus í danmörku í næsta mánuði.

Veggspjöld

Eftir að hafa teiknað allar 365 myndir sá ég að það er auðveldlega hægt að skipta þeim niður í nokkra flokka. Tilvalið að setja á veggspjöld til að fegra heimilið. Flokkarnir eru þessir: Uppáhalds, Heimilið, Leikgleði, Matur, Góðgæti og Náttúra. Til sýnis í Epal á HönnunarMars.

Sængurverasett

Allar 365 teikningarnar passa fullkomlega á eitt sængurver. Fallegt í hjónaherbergið eða barnaherbergið. Í fyrsta skipti til sýnis í Epal á HönnunarMars 2016.

Þetta skemmtilega trélita verkefni #einádag sem byrjaði smátt með einni lítilli mynd á pappírssnepil varð stærra en ég þorði nokkurn tíman að vona. Í janúar á þessu ári var ég útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016 og voru allar orginal myndirnar til sýnis í Gallerí Gróttu í kjölfarið af útnefningunni. Einnig segji ég stolt frá því að ég átti fund með Illums Bolighus í danmörku sem vill fá dagatalið í verslunina sem fyrst og líklega veggspjöldin líka.”

sængurverasett_2 40144_einadag_nr3 Poster_elsanielsen