HÖNNUNARMARS: BYLGJUR

Í tilefni 40 ára afmæli Epal voru 6 hönnuðir frá Íslandi og Danmörku fengnir til að hanna nýjar vörur útfrá íslenskum innblæstri. Í október 2015 dvöldu hönnuðurnir í fjóra daga á Listasetrinu Bæ þar sem þeir skiptust á hugmyndum, ræddu íslenska menningu og kynntust mismunandi hráefni. Verkefnið hlaut nafnið Bylgjur: undir íslenskum áhrifum og er núna hægt að kynna sér á HönnunarMars í Epal Skeifunni.

Hönnuðir voru þau: Margrethe Odgaard, Chris L. Halstrøm, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Ingibjörg Hanna, Sebastian Holmbäck og Ulrik Nordentoft.

Hér að neðan má sjá brot af verkunum sem sjá má á sýningunni en sjón er sögu ríkari.
Screen Shot 2016-03-12 at 11.23.17 Hofsós duo 1606 Halstrøm-Odgaard 003 kopi IMG_7373Screen Shot 2016-03-12 at 11.32.35Vatn