HÖNNUNARMARS: EMILÍA BORGÞÓRSDÓTTIR

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður sýnir á HönnunarMars í Epal kertastjakana Vita.

“Vitar er ný lína kertastjaka úr renndum við sem sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vitabygginga sem norpa á annesjum landsins. Vitarnir eru í fimm mismunandi formum sem endurspegla fjölbreyttan byggingarstíl íslenskra vita. Þeir koma í nokkrum stærðum og litum, hvítir, bláir, appelsínugulir og viðarlitaðir. Vitar hafa alltaf veitt mér innblástur, þeir eru traustir en jafnframt sveipaðir dulúð. Þeir vísa sjófarendum veginn og koma þeim öruggum heim í hvaða veðri sem er.”
VITAR-1aEmiliaBorgþórsdóttir