KLASSÍK FRÁ TON: IRONICA STÓLLINN

Tékkneska húsgagnafyrirtækið TON á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1861. TON var stofnað af húsgagnasmiðnum Michael Thonet en nafnið vísar þó ekki aðeins í nafn stofnanda þess heldur í tékknesku orðin Továrna Ohýbaného Nábytku sem stendur fyrir formbeygð-húsgagna-framleiðsla.

Alla tíð vann Thonet að þeirri hugsjón sinni að búa til falleg húsgögn sem allir gætu eignast, og sú hugsjón hans hefur svo sannarlega ræst.

Ironica er einn af fjölmörgum stólum frá TON en einföld hönnun hans, retró stíll, mikil gæði og mjög gott verð gerir hann einn af vinsælustu stólunum þeirra. Ironica stóllinn kemur í nokkrum litum og ættu því allir að geta fundið einn við sitt hæfi.
2068684_orig Momo-Grill-Lithuania-169904.XL22_foto-grand-prix Screen Shot 2015-12-10 at 12.39.12image_3238_3_1580
ironica_9

Í dag bíður TON upp á mjög gott úrval af stólum, borðum og öðrum húsgögnum á góðu verði. Húsgögnin eru tímalaus og gerð úr miklum gæðum. Vörurnar eru allar látnar fara í gegnum strangt gæðapróf til að geta staðist sem best tímans tönn og mikla notkun. Einnig eru allar TON vörur með 5 ára ábyrgð.

TON stendur fyrir gæði og klassík, kynntu þér úrvalið! Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.ton.eu

OMAGGIO JÓLALÍNAN FÆST Í EPAL

Omaggio jólalínan er komin í Epal! Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir þessari einstaklega fallegu jólalínu sem er jafnframt nýjasta viðbótin við frábært vöruúrval danska keramíkfyrirtækisins Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Omaggio línuna þekkið þið flest enda nýtur hún mikilla vinsælda meðal hönnunaráhugafólks um allan heim og er auðþekkjanleg af handmáluðum röndum sem koma í ótalmörgum litum. Jólalínan inniheldur litla vasa, jólakúlur og kertastjaka með silfruðum og gylltum röndum.
design-omaggio-julekugler-guld design-omaggio-lysestage-kahler_2 kahler-lysestage-soelv-omaggio_2 kahler-julekugler-omaggio-stilleben kahler-omaggio-lysestager-guld_2 lysestage-kahler-omaggio-design-soelv_2 omaggio-vaser-miniature-guld-design-kahler

GLÆSILEGAR MOTTUR FRÁ LINIE DESIGN

Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.

Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverskmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.

Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.

136057_a 254105_a 302706_a 423990_a 481106_a 487206_a 488906_a 590435_a 592814_a 593006_a 966506_a 970215_a combination_yellow_image--N Fade_Grey_01-New LOKE-IN-CHARCOAL---DESIRE-I

2015 JÓLAÓRÓINN FRÁ NOX

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði og er óróinn í ár skreyttur fallegri rjúpu. Óróinn kom út í fyrsta sinn jólin 2014 og var þá jafnframt fyrsti íslenski jólaóróinn á markaðinn og var hann þá skreyttur hreindýri, Íslendingar eru vel kunnir jólaóróum og eru fjölmargir sem safna slíkum og er því einstaklega skemmtilegt að geta boðið upp á íslenska og vandaða jólaóróa.

Óróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og kemur í fallegri öskju með svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska. Nox jólaóróinn er einstök íslensk hönnun sem gaman er að safna.

12195805_1005163612859732_6456108697003652909_n 12190127_1005163609526399_6943121255008409355_n

LITUR ÁRSINS: NÝTT FRÁ ROOM COPENHAGEN

Alþjóðlega litakerfið Pantone gaf út á dögunum hver litur ársins 2016 er og í fyrsta skipti urðu fyrir valinu tveir litir, það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í tilkynningunni frá Pantone segja þeir litina eiga að færa okkur ró og innri frið, við bíðum því spennt eftir að sjá hvort að fleiri hönnunarfyrirtæki komi til með að færa okkur vörur í þessum litatónum. Room Copenhagen framleiðir vörur undir nafni Pantone og eru þeir þekktastir fyrir bolla og hitamál skreyttum Pantone litum. Við vorum að fá nýjustu viðbótina frá þeim en það eru bollar í litum ársins 2016 og er því önnur hliðin blá og hin hliðin bleik. Bollarnir koma í takmörkuðu upplagi og fást hjá okkur í Epal.

2 1 3

LJÓSIN FRÁ LOUIS POULSEN

Louis Poulsen er eins og við flest þekkjum, danskur ljósaframleiðandi og var fyrirtækið stofnað árið 1874. Tveir af frægustu hönnuðum Louis Poulsen voru þeir Arne Jacobsen og Poul Henningsen en sá síðarnefndi hannaði einmitt eitt frægasta ljósið frá Louis Poulsen sem framleitt er enn í dag, það er PH ljósið. Louis Poulsen framleiðir þó fjölmörg önnur glæsileg og vönduð ljós og er Epal söluaðili þeirra á Íslandi. Við tókum saman nokkrar myndir sem sýna fjölbreytt úrval fallegra ljósa frá Louis Poulsen sem er jafnframt aðeins brot af vöruúrvali þeirra.

tg_70new_50753b849606ee32484e980e8e842b31c5314a763eb7ae708268c922 tg_52_50753e6c9606ee320c00739c tg_28_50753ba3ddf2b3632f000117 tg_13_50753ba2e087c3015c25d77e fbd07d7e023ccad824f31dac6af1a39c f0a8092495e5e7464d87c3d8c1d26e0e dbcf1b9219768a8d416e503c75767d57 bd37cf05d4915bc11db5ec7d13fa58b8 b848b8c2b9821170c474e71820aa20e0 a2767500acf677f4d6eb62845f15a546 a966325cb48bb07c392a21e47c553c76 a193809b4cce04f25338167b7e3c6e8d a02d8a41213346e2a1e9c726fba9d55a 8523cf1509593d598a3e114c7b509534 6852a902e90c345b444c12a8e321484e 833c6d10087f7510cdce80dfd74a4104 77cd5381a0e7dfb95467d6d1e46a30e4 46e3a61472747fed194074c8967b7880 45e2929036be5183a49de444e830b390 9fb3d813c3db523cc0462517006ed47c 6d289de51b8b9bf522f46edb43674f75 4b03197b2d6f1e54109d9d6a418f8017

MONTANA TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA

Við höfum framlengt Montana tilboðið fram til áramóta.
Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b 7be205094778937d055167e16de114d4MontanaAfmaeli copy

NÝTT: JÓLALJÓS FRÁ LE KLINT

Jólaljósin frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið og gefa þau frá sér milda og fallega birtu. Jólaljósin eru sérstaklega falleg og lýsa upp skammdegið og koma þau einstaklega vel út sem jólaskraut í glugga. Við eigum ljósin til í verslun okkar í Epal Skeifunni, kíktu við og sjáðu frábært úrval af fallegum jólavörum.

LE-KLINT-Hearts-whiteJólahjörtun eru hönnuð af Isa Dawn Whyte Jensen og eigum við þau til í hvítum lit og koma þau annaðhvort með hvítri eða rauðri snúru. Jólastjörnurnar eru hannaðar af Tine Mouritsen fyrir Le Klint og koma í þremur stærðum í hvítum lit.LE-KLINT-Hearts-color-mix LE KLINT Stars LE KLINT Stars_2

Jólaljósin frá Le Klint fást í Epal Skeifunni.

STRING TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA

Vegna margra fyrirspurna höfum við ákveðið að framlengja afmælistilboðið á String hillunum fram til áramóta. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

AfmTilboð Montana 021215

PANTONE LITUR ÁRSINS 2016

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur gefið út hver litur ársins 2016 er og í fyrsta sinn eru litirnir tveir en það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í næstu viku fáum við sendingu frá Pantone með litum ársins sem fjölmargir safna. Við eigum til fjölmargar vörur í þessum fallegu litum, m.a. þessar fallegu bleik-tóna vörur hér að neðan.
Epal-bleikt copy

  1.  Kisukerti / Pyropet
  2.  Vírakarfa frá Ferm Living
  3.  Muuto dots hanker
  4.  Vasi frá Muuto
  5.  Rúmteppi frá Hay
  6.  Flowepot ljós í kopar
  7.  Ro hægindarstóll frá Fritz Hanse
  8.  Tray table frá Hay
  9.  Pískur frá Normann Copenhagen
  10.  Dots púði frá Hay
  11.  Favn sófi frá Fritz Hansen
  12.  Dúkur frá Hay
  13.  Design Letter krús með bleiku loki
  14.  Bolling bakkaborð
  15.  PH5 ljós

Screen Shot 2015-12-03 at 14.29.23 Screen Shot 2015-12-03 at 14.29.36 image003