GLÆSILEGAR MOTTUR FRÁ LINIE DESIGN

Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.

Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverskmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.

Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.

136057_a 254105_a 302706_a 423990_a 481106_a 487206_a 488906_a 590435_a 592814_a 593006_a 966506_a 970215_a combination_yellow_image--N Fade_Grey_01-New LOKE-IN-CHARCOAL---DESIRE-I