VÆNTANLEGT: FERM LIVING F/W

Við erum spennt að sýna ykkur myndir úr haust og vetrarlínu Ferm Living sem er væntanleg í Epal síðar í haust.

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var stofnað árið 2005 af grafíska hönnuðinum Trine Anderson. Ferm Living hannar og framleiðir líflegar og fallegar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi. Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna úrval af fallegum púðum, eldhúsáhöldum, veggfóðrum og hönnun fyrir barnaherbergi.

Nýja línan er einstaklega falleg og margar spennandi nýjungar þar að finna bæði húsgögn og smávörur fyrir heimilið. Smelltu HÉR til að skoða F/W bæklinginn í heild sinni.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum og fáðu að vita um leið og línan kemur. Instagram: epaldesign, Snapchat: epaldesign, og við erum einnig á facebook.

FERM_LIVING_IMAGE_14 FERM_LIVING_IMAGE_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_01 FERM_LIVING_IMAGE_PK_02 FERM_LIVING_IMAGE_PK_06 FERM_LIVING_IMAGE_PK_07 FERM_LIVING_IMAGE_PK_09 FERM_LIVING_IMAGE_PK_11 FERM_LIVING_IMAGE_PK_20 FERM_LIVING_IMAGE_PK_21_Closeup FERM_LIVING_IMAGE_PK_21 FERM_LIVING_IMAGE_PK_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_25 FERM_LIVING_IMAGE_PK_28_alt FERM_LIVING_IMAGE_PK_29_ALT FERM_LIVING_IMAGE_PK_31 FERM_LIVING_IMAGE_PK_34 pinthisfinal

DESIGN LETTERS // INNBLÁSTUR

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Vörurnar frá Design Letters setja skemmtilegan svip á heimilið og eigum við til frábært úrval í verslunum okkar.

Kíktu við í vefverslun okkar hér og skoðaðu úrvalið.

August 22_2016_SoMe7August 22_2016_SoMe1 August 22_2016_SoMe3 August 22_2016_SoMe4 August 22_2016_SoMe5 August 22_2016_SoMe6

August 22_2016_SoMe2

TAKK HOME : ÍSLENSK HÖNNUN

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin. Hugmyndafræði okkar sem stöndum að fyrirtækinu er að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnun okkar er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki erum við undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar.

Fyrsta vörulína TAKK Home eru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.

Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.

Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –

 

unspecified-1 unspecified-2 unspecified-3 unspecified-4 unspecified-5 unspecified-6 unspecified-7 unspecified-8 unspecified-9 unspecified-10 unspecified-11 unspecified-12 unspecified-13 unspecified-14 unspecified-15 unspecified-16

Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –

Handklæðin fást í fimm litum:

  • Svart/hvítt röndótt
  • Grátt/hvítt röndótt
  • 3 lita, bleikt, blátt og hvítt
  • 3 lita, mintugrænn, blátt og hvítt
  • Grátóna munstrað

Stærðir:

  • 100 x 180 cm
  • 60 x 90 cm

SKÓLALEIKUR EPAL & TULIPOP

Í tilefni þess að skólarnir séu að hefjast aftur eftir ljúft og gott sumarfrí efnum við til spennandi gjafaleiks á facebook síðu okkar í samstarfi við íslenska barnavörumerkið Tulipop.

Ævintýraheimur Tulipop er svo sannarlega skemmtilegur og með þátttöku í gjafaleiknum verður hægt að næla sér í frábærar vörur fyrir hressa skólakrakka og þar má nefna fallegar og litríkar skólatöskur, sundpoka, pennaveski, nestisbox, stílabækur og fleira.

Til að taka þátt í leiknum smelltu á facebook síðu Epal og skrifaðu athugasemd undir Tulipop myndina hvaða vöru þú vilt vinna. Sjá allt vöruúrval Tulipop í vefverslun Epal hér.

Dregið verður út föstudaginn 19.ágúst.

13925655_1232256783453577_2342254094544434471_o

13913557_1229832227029366_2011381522305136876_o

Attachment-1-736x1030

W4B5068

Tulipop skólatöskur

  • Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur.
  • Úr efni sem hrindir frá sér vatni.
  • Með endurskini á hliðum og á axlarólum. .
  • Með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu.
  • Hafa fengið vottun iðjuþjálfa.
  • Með fjölmörgum innri vösum, hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.
  • Hægt að festa sundpoka framan á töskuna.

W4B4952-683x1024

 

 

FredDrawstring GloomyDrawstring MissMaddyDrawstring-2 W4B4355-683x1024 W4B5241-683x1024

 

 

 

 

Screen Shot 2016-08-10 at 19.54.53

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira.

Við bættum einnig nýlega við glæsilegu vörulínunni My Daily Fiction frá Normann Copenhagen og mælum með að allir sem stefna á nám í haust líti við hjá okkur og skoði úrvalið, yfir 200 smávörur fyrir fagurkera sem kunna vel að meta fallegar stílabækur, ritföng og fleira.

Bungalow5_Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_11 DailyFiction_1_ dailyfiction5

Vörurnar frá My Daily Fiction eru ómótstæðilegar.

lego-lunch

Frá Room Copenhagen koma stórskemmtilegu LEGO vörurnar sem eru einnig á frábæru verði. Drykkjarmál og Lego nestisbox, einnig eru til Lego skipulagsbox í mörgum stærðum og gerðum sem hægt er að nota fyrir skipulagið á skrifborðinu.
13692489_1214198098592779_3455133639268024636_n

Íslenska merkið Tulipop er með fallegt úrval af nestisboxum, stílabókum, bakpokum, drykkjarmálum og fleira.
Design-Letters-Friends-17

VOSGESPARIS DESIGN LETTERS 1

Design Letters er vörulína sem skreytt er leturgerð eftir Arne Jacobsen, stílabækur, blíantar og stafaglösin hafa t.d. notið mikilla vinsælda.
thumb-1-16571_2012-1-12_21-15-17

Danska merkið HAY þekkið þið flest og bjóða þau upp á úrval af fallegum vörum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, stílabækur, fjaðrapennar og annað smekklegt.

Group-Shot

Tímaglösin frá HAY njóta sín vel á skrifborðinu.

kaleido-tray-hay-2Skipulagsbakkarnir Kaleido frá HAY eru fallegir á skrifborðið til að halda röð og reglu.

thumb-2-Spine-Notebook-02_2014-2-17_9-32-11
24-Bottles-Trinkflaschen

 

Þetta og svo mikið meira í verslunum okkar, kíktu í heimsókn og græjaðu þig fyrir skólann.´

Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag

Þann 22.júlí opnar glæsilega sýningin Öld barnsins í Norræna húsinu sem við mælum með að sem flestir kynni sér.

apinn-cropx1500-1-1220x550

Á sýningunni Öld barnsins er í fyrsta skipti tekin saman norræn hönnun fyrir börn frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag. Titillinn er fenginn að láni frá bók með sama nafni, skrifuð af einum framsæknasta hugsuði Svía, Ellen Key, sem þegar árið 1900 lýsti því yfir að 20. öldin skyldi verða „öld barnsins“.

Norðurlöndin hafa um langt skeið verið í fararbroddi hvað varðar hönnun fyrir börn. Norrænir hönnuðir, arkitektar og listamenn hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja vitsmunalegan, tilfinningalegan og líkamslegan þroska barna gjörvalla 20. öldina. Sýningin samanstendur af valinni hönnun af ýmsum toga, s.s. húsgögnum, leikföngum, bókum, fatnaði, skólahúsnæði, leikvöllum og opinberu rými, veggspjöldum og auglýsingum, heilbrigðis- og öryggisvörum, listaviðburðum og hjálpartækjum fyrir börn. Í stuttu máli kynnir sýningin efnisheim barna og barnamenningar.

Sýningin inniheldur mörg þekktustu verk norrænnar hönnunar, þar með talið marga einstaka safngripi. Á sýningunni eru þekkt verk eftir Alvar Aalto, Ólaf Elíasson, Arne Jacobsen, Kay Bojesen, Carl og Karin Larsson, Peter Opsvik og Tove Jansson – og nokkur af vinsælustu vörumerkjum heims á borð við BRIO, LEGO og Marimekko.

Heill heimur fyrir börn í Norræna húsinu

Í tilefni af sýningunni mun Norræna húsið opna nýtt og endurgert barnabókasafn og íslenskan viðauka við norrænu sýninguna þar sem efni hefur verið valið af Norræna húsinu í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Elísabetu V. Ingvarsdóttur hönnuð og hönnunarsagnfræðing.
Í maí opnaði Norræna húsið jafnframt klifur-leiksvæði fyrir framan húsið í samstarfi við íslenska leiktækjaframleiðandann Krumma. Klifurklettarnir eru úr línunni FLOW frá Krumma, sem bæði er hönnuð og framleidd á Íslandi.

Sýningin mun teygja sig inn í nýja árið 2017. Á sýningartímanum býður Norræna húsið upp á margvíslegar vinnustofur, fyrirlestra og málstofur. Oftar en ekki verða viðburðirnir sérsniðnir fyrir börn. Fylgstu með á www.nordichouse.is eða www.facebook.com/norraenahusid.

Tilurð sýningarinnar

Sýningarstjórar Öld barnsins eru Aidan O´Connor og Elna Svelne og sýningin er framleidd af Vandalorum í Svíþjóð í samstarfi við Designmuseum Danmark og Designmuseo Helsinki. Öld barnsins er sprottin upp af sýningunni Century of the Child: Growing by Design, 1900-2000, sem haldin var á The Museum of Modern Art í New York árið 2012, undir stjórn Juliet Kinchin og aðstoðarkonu hennar Aidan O’Connor á arkitekta- og hönnunardeild MoMA.

Öld barnsins hefur hlotið fádæma góðar viðtökur í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin tvö ár.
Sýningarhönnun og -stjórn í Norræna húsinu annast Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt.
TVG Zimsen styrkir Öld Barnsins á Íslandi.

MY DAILY FICTION FRÁ NORMANN COPENHAGEN

My Daily fiction er falleg og spennandi vörulína frá Normann Copenhagen sem inniheldur fallegar stílabækur, yddara, skæri, allskyns skriffæri og margt fleira sem gleður augað. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum „dagsdaglegum“ hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti sem henta sérstaklega fyrir á skrifborð eða í skólatöskuna.

Fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna My Daily Fiction línuna sem er nánast eins og sælgæti fyrir augun. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið úvalið.

7884F3B217E04C4A83CA9294E91ADE5A.ashx

normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_1 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_2 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_3 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_4 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_5 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_6 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_7 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_8 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_10 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_11 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_12 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_13 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_15 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_16 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_17 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_18 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_19 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_20 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_21 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_22

Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_07.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_06.ashx combo1.ashx 4461F0D6B2F14A41ADB858136BB35566.ashx

KOPAR BORÐLAMPI LOUIS POULSEN – TAKMARKAÐ UPPLAG

Louis Poulsen kynnti á síðasta ári koparlampann Ph 3½-2½ í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen en fyrir það höfðu þeir einnig gefið út koparútgáfu af ljósinu PH 3½ -3. Bæði lampinn og loftljósið hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur enda um að ræða einstaka hönnunarvöru sem aðeins var framleidd í takmörkuðu upplagi.

Með koparlampanum fylgja tveir skermar, einn úr gleri og annar úr kopar svo hægt er að skipta um og breyta útliti lampans á auðveldan hátt. Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar.

Enn eigum við til örfá eintök af lampanum og látum við nokkrar myndir fylgja af þessum glæsilega grip, -sjón er sögu ríkari!

PH_203_20kobber_20bord-m2media-21999179-ph-35-25-kobber-bord-int-19media-21999188-ph-35-3-copper-table_detail_copper-top_03-mkamedia-21999173-ph-35-25-kobber-bord-int-02media-21999176-ph-35-25-kobber-bord-int-11 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 PH_203_20kobber_20bord-m5media-21999181-ph-35-25-kobber-bord-int-20 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur betur þessa fallegu hönnun.

AFMÆLISTILBOÐ: Y-STÓLL HANS J. WEGNER

Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni af 40 ára afmæli Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

afm-Ystóll-724x1024Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-2-Wegner-600x600 d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f