























Nú rúmu ári síðar er afrakstur þessa samstarfs tilbúinn, tvö glæsileg úr og öskjur sem skarta listaverkum Erró og Eggerts Péturssonar og er því um afar sérstaka skartgripi að ræða sem munu án efa vekja eftirtekt og aðdáun um ókomna tíð.
Hægt er að fylgjast með uppboðinu á heimasíðu J.S. Watch á www.jswatch.com



Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.
Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Óróinn er gullhúðaður úr kopar og er sérhannaður árlega af þekktum listamönnum. Í ár er jólaóróinn falleg frostrós og er hannaður af Flemming Eskildsen.



Með DEMO loftljósinu er verið að endurvekja íslenskt handverk sem var nokkuð algengt á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Það hafa ekki varðveist mörg eintök af þessum fallegu ljósum en framleiðendur DEMO loftljóssins hafa sótt inblástur í þau.

„Við lífguðum upp á útlitið með litum, styrktum grindina með messinghringjum og einfölduðum útfærsluna, án þess að missa sjónar á útliti fyrirmyndarinnar,“ segja framleiðendur DEMO loftljóssins, þau Dagný Elsa Einarsdóttir og Magnús Ólafsson húsgagnasmíðameistari en Dagný Elsa lýkur brátt námi í húsgagnasmíði við Hönnunar -og Handverksskólann.



Þetta er fyrsta samstarfsverkefni þeirra en bæði eru áhugafólk um varðveislu og endurvakningu á íslensku handverki og húsgögnum frá árunum 1940 til 1960 en þau voru oft hönnuð og unnin af iðnaðarmönnum. Á þessum árum ríkti mjög sérstök verkstæðismenning, aðallega í Reykjavík og Akureyri, sem þau Dagný Elsa og Magnús telja vert að gefa gaum.
DEMO loftljósið er fáanlegt í ýmsum litum en einnig ólitað. Snúran er tauklædd og fáanleg í mörgum litum, bæði einföld eða vafin.














