Lýstu upp jólin með KAISER idell.

KAISER idell lampinn er hin fullkomna gjöf til að lýsa upp jólin, og fagnar hann 80 ára afmæli sínu í ár.
KAISER idell er tímalaust hönnunartákn, og er þekktast sem ein frægasta ljósahönnun sem þróaðist á Bauhaus tímabilinu.
KAISER idell línan var hönnuð af þýska silfursmiðnum Christian Dell árið 1931, en í línunni er að finna borðlampa, gólflampa, vegglampa og loftljós sem öll eru framleidd af Fritz Hansen.
Ljósin eru framleidd úr hágæða stáli og eru skermarnir handmálaðir í nokkrum litum, hvítur, svartur, rauður og grænn.
Klassísk gæðahönnun um jólin!