EPAL Í FRAMTÍÐINNI

Epal í framtíðinni séð með augum 12 hönnuða og listamanna.

Ég féll strax fyrir þeirri hugmynd að fagna afmælisári Epal með skemmtilegum plakötum. Þar sem við ætlum að halda upp á afmælið í heilt ár varð það úr að við fengum 12 hönnuði og listamenn til liðs við okkur. Hópurinn fékk strax viðurnefnið Postularnir 12, enda samþykktu þau öll að breiða fagnaðarerindið út með okkur. Afraksturinn er 12 skemmtileg veggspjöld sem sýna hvert Epal gæti stefnt í framtíðinni. Hvernig lítur tímalaus hönnun út með tímanum? Nú er niðurstaðan fundin! Um leið og ég þakka Postulunum kærlega fyrir að bregða á leik með okkur 
býð ég ykkur hinum að njóta vel.

Með 40 ára afmæliskveðju,

Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.epal

 

ÁMUNDI SIGURÐSSON

Þann sextánda júlí 2055, á 80 ára afmælinu, opnar Epal sitt fyrsta útibú í Hong Kong.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.56

BJÖRN VALDIMARSSON

Hugmyndin er að í framtíðinni verði hægt að nota snjallsíma til að varpa þrívíðri mynd (hologram) af Epalvörum til að skoða þær í réttu umhverfi. Þannig verður hægt að sjá hluti, húsgögn
og aðrar vörur þar sem þeim er ætlað að vera og prófa liti og útfærslur áður en keypt er.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.39

GODDUR

Hugsunin er að veggspjaldið fari á einhvern hátt fjörtíu ár aftur í tímann – sé í nútímanum og sjónaukanum sé beint að blokkaríbúðunum sem leynast í bakgrunni veggspjaldsins og hýsa það sem EPAL stendur fyrir. Nú þarf að að nota ímyndunaraflið, aðaltæki mannsins við að sjá það óorðna, mögulegan raunveruleika
í framtíðinni. Það er bara hægt einn dag í einu og gerist af sjálfu sér.
Framtíðarsýnir í áratugum hafa aldrei reynst nákvæmar – það er enginn einn sem ræður því.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.19

HALLDÓR BALDURSSON

Framtíðartryllirinn Epal

Screen Shot 2015-07-22 at 23.26.41

HJALTI KARLSSON

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.33

INGIBJÖRG HANNA

Eftir að hafa velt fyrir mér hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Epal ákvað ég að líta á stjörnukortið / stjörnuspána og þetta var það sem ég sá.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.20

ÍSAK WINTHER

AFTUR TIL FRAMTÍÐAR
Epal hefur staðið fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í 40 ár, eða um 14.600 daga. Grunnur sem mun endurspeglast í framtíðinni.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.08

JÓN ARI HELGASON

Það er eitt sem við vitum nokkurn veginn með vissu um fjölskyldufyrirtæki eins og Epal – Einhvern tímann í náinni framtíð tekur næsta kynslóð við. Það lá því beinast við að fá fulltrúa af yngstu kynslóðinni til liðs við mig og splæsa í það sem gæti verið dýrasta portrait allra tíma.

Úr Montana hillum.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.23.34

SIGRÚN SIGVALDARDÓTTIR

Hugmyndin vísar í að jákvæð og skapandi verk unnin í dag eru hugsuð til framtíðar.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.56

SNÆFRÍÐUR OG HILDIGUNNUR

This way up. That way down. It is all in the mind. Vegferðin á sér einkum stað í huganum

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.18

HALLGRÍMUR HELGASON

Mynd tekin á Samsung-síma í Skeifunni 6 og bláum himni fleytt inn á húsvegginn með s-pennanum. Þannig verður Epal rauð sól á himninum yfir Everest. “Epal for Ever-est”

Screen Shot 2015-07-22 at 23.26.29

 

STEFÁN EINARSSON

Góð hönnun heldur gildi sínu þó tímarnir breytist og mennirnir með.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.01

 

Verið velkomin á sýninguna í verslun okkar í Epal Skeifunni.Screen Shot 2015-07-22 at 23.21.44

MÆÐRABLÓMIÐ : TULIPOP

Mæðrablómið er falleg lyklakippa sem Tulipop sá um að hanna og framleiða til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Á mæðradaginn, ár hvert, hefur ,,Mæðrablómið” verið selt sem fjáröflunarleið fyrir Menntunarsjóðinn, en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 2012 styrkt um 52 efnalitlar konur til náms. Konurnar hafa verið styrktar til margs konar náms, s.s. við framhaldsskóla, Tækniskólann, háskóla og til að fara á ýmiss hagnýt námskeið. Sumar hafa þegar lokið háskólaprófi eða fagmenntun á ákveðnu sviði, sumar eru í miðjum klíðum og enn aðrar eru að ljúka námi á þessu ári eða í vor. Flestar eða allar þessara kvenna hefðu ekki átt þess kost að fara í nám hefðu þær ekki hlotið styrk úr Menntunarsjóðnum.

Sala á Mæðrablómslyklakippunni hefst nú á laugardag þar sem mæðradagurinn er á sunnudag, 10. maí, og mun halda áfram á meðan birgðir endast enda varan falleg gjöf sem hentar við margvísleg tækifæri.
KrSIjglL35s5QQ89DdIQY8xh6wCUuIVE1haQGkGSRx0

Tjb-K0e-XFTcrdXA1v6PmDyuELfX3LLR9yOr349ImyA
VlVTsqFTD5oIEXxscCZH4GZ1bqNJJSkmJMhPI-2l14g

 

Sala á Mæðrablóminu hefst laugardaginn 9.maí og mun það kosta 2.500 kr.

POSTULÍNA ER MÆTT Í EPAL

IMG_3405

DRAUMUR UM VOR

Eftir erfiðan vetur dreymir okkur vor og við þráum græna litinn í tilveruna. Upp í huga Postulínu koma pottaplöntur uppvaxtaráranna þegar slíkar var að finna á hverju heimili. Mikilvægt var að verða sér úti um lífvænlegan afleggjara. Hveragerði reyndist vel, þaðan best að fá græðlingana og þar var líka Eden, ís, páfagaukar, apar og skrautlegustu blómin.

Í unglingshuganum kviknaði áhugi á pottaplöntum, þessum harðgerðu heimilsvinum sem gáfu lífinu lit, jafnvel um miðjan vetur. Þá skipti engu hvort maður ólst upp norðan eða sunnan heiða.

Með vorþránni kviknar líka nostalgían, sem tekur á sig form hengipottar með fallegri plöntu. Plönturnar hreinsuðu heimilisloftið og léttu lund, það er margsannað.

Blómapottar Postulínu eru nýlegir en síðan hafa á síðustu dögum sprottið útúr ofninum þessi litlu krútt – litlir græðlingar af ættlegg stóru pottanna upplagðir fyrir afleggjara, kryddjurtir og smákaktusa.

Eins og allt annað frá Postulínu þá er hver hlutur sérstakur. Allt er handrennt af alúð og hver gripur á sér sinn karakter.

Veldu þér pott undir uppáhalds blómið þitt. Ræktaðu garðinn þinn.

IMG_3181 IMG_3175 IMG_3401 IMG_3411 IMG_3402 IMG_3446 IMG_3444 IMG_3435

Postulína er mætt í Epal Skeifunni og eru blómapottarnir þeirra einnig væntanlegir í Epal Kringlunni í næstu viku (20-26.apríl), kíktu í heimsókn og sjáðu úrvalið.

BUBBLE LAMPINN ER KOMINN

Bubble lampinn frá Tulipop er loksins kominn.

Bubble_Lamp1

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

 

Bubble_Lamp2

Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun.

HÖNNUNARMARS: GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR

Guðrún Valdimarsdóttir, vöruhönnuður sýndi í Epal í fyrra skrifborðið Hyl, sem felur rafmagnssnúrur í þar til gerðu hólfi. Síðasta sumar fékk Guðrún styrk frá Hönnunarsjóði til þróunar á fleiri stykkjum í sömu línu. Nýjasta stykkið er kommóða sem, líkt og skrifborðið, er með hvítar línur sem spila á móti dökkri hnotunni.

GudrunVald_Kommóða1GudrunVald_Kommóða3
GudrunVald_Hylur2

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

TULIPOP STAFRÓFSAPPIÐ ER NÚ ÓKEYPIS!

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Tulipop stafrófsappið er nú ókeypis í Apple App Store og Google Play.

Tulipop stafrófsappið er skemmtilegur stafrófsleikur fyrir krakka frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Leikurinn er í anda hins vinsæla ævintýraheims og persóna sem Tulipop hefur skapað og byggir á Tulipop stafrófsplakötunum sem skreyta nú þegar mikinn fjölda barnaherbergja hér á landi og erlendis.

Tulipop stafrófsleikurinn fékk nýverið viðurkenningu frá hinum virtu Junior Design Awards í Bretlandi en dómarar sögðu meðal annars að app-ið væri ‘A brilliant learning tool’. ‘The only problem, will be getting them off it.’

11022635_930958333583425_6348438994719015276_n

Með því að nota Tulipop leikinn geta krakkar lært nöfn allra stafanna í stafrófinu og hljóð hvers og eins. Auk þess geta þeir leikið sér á sniðugan hátt með hvern staf sem gerir lærdómsferlið enn skemmtilegra.

10505528_930958310250094_5671291925237721083_n

Eiginleikar

  • Inniheldur bæði enska og íslenska starfrófið
  • Kennir bæði heiti stafa og hljóð
  • Hvetjur til lærdóms í gegnum leik
  • Skreytt skemmtilegum og litríkum myndum úr Tulipop heiminum
  • Virkar á iPhone, iPad, iPod Touch og snjalltækjum með Android stýrikerfi

11009084_930958453583413_5570801284386163913_n

SÆKTU LEIKINN
Tulipop stafrófsleikurinn er fáanlegur í Apple App Store fyrir iPhone, iPad og iPod Touch ásamt Google Play og Amazon App Store fyrir Android síma og snjalltæki.

10998665_930958446916747_6002319582080433529_n

Frekari upplýsingar um ævintýraheim Tulipop og persónurnar sem þar búa má finna á vefsíðu þeirra: www.tulipop.is.

Skoðaðu einnig Tulipop vörur í vefverslun okkar, sjá hér. 

Íslenskir hönnuðir yfirtaka pláss 12 Tóna í Hörpu

Hópur íslenskra hönnuða hefur tekið yfir plássið í Hörpu sem 12 Tónar höfðu áður og ætla að bjóða gestum og gangandi að líta við og sjá helstu nýjungarnar sem komu á markað á árinu í bland við vinsælustu vörur sínar. Þeir hönnuðir sem þátt taka í þessu verkefni eru Steinunn Vala, Ingibjörg Hanna, Marý, Heiða Magnúsdóttir, Hekla og Sveinbjörg í samstarfi við verslun Epals í Hörpu. Á boðstólum eru fallegar gjafavörur á borð við viskustykki, púða, teppi, thermobolla, sængurver, birkibakka, kerti og kertastjaka, servíettur, hálsfestar og hringa svo eitthvað sé nefnt. Það er því ýmislegt þar hægt að skoða og versla fallegar gjafir fyrir jólin. Opnunartími sýningarinnar er alla virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16 fram að jólum.

Islenskir honnudir i Horpu.mynd

NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Við vorum að fá glæsileg rúmföt eftir Ingibjörgu Hönnu sem eru tilvalin í jólapakkann.

bedding_Dot Bedding_experience

Rúmfötin bera heitið Dots og Experience en úr sömu línu er einnig hægt að fá servíettur, viskastykki og púða.

dots experience-1mountains Experience Grey Dots
IHANNA_pillows

hengistoll

Ingibjörg Hanna kynnti þessar nýju vörur til leiks á Hönnunarmars fyrr á árinu en þá var einnig til sýnis glæsileg hengiróla sem einnig fæst í Epal.

ÍSLENSK HÖNNUN: TRITON

Á föstudag og á laugardag verður Sandra Kristín Jóhannesdóttir stödd í Epal Skeifunni að kynna ljósið Triton sem hún hannaði.  Sandra Kristín er uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013.

Ljósið Triton er auðvelt í samsetningu og kemur það flatpakkað. Ljósið samanstendur af 16 stykkjum af 3mm þykkum örmum úr áli sem mynda hring þegar sett er saman. Triton kemur í tveimur stærðum og tveimur litum, svörtum og hvítum.

Sandra Kristín verður í Epal á föstudaginn frá kl.15-18 og á laugardaginn frá kl.12-15.

Við minnum einnig á að 15% afsláttur er á öllum ljósum fram til áramóta.

Sandra Kristín JóhannesdóttirSandra Kristín Jóhannesdóttir Tríton lampi

951f65_90271d1f12ea4fc1b068d8321ed83c50.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

951f65_5545650902b74366920ca32a710dcbe8.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz