ÍSLENSK HÖNNUN: TRITON

Á föstudag og á laugardag verður Sandra Kristín Jóhannesdóttir stödd í Epal Skeifunni að kynna ljósið Triton sem hún hannaði.  Sandra Kristín er uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013.

Ljósið Triton er auðvelt í samsetningu og kemur það flatpakkað. Ljósið samanstendur af 16 stykkjum af 3mm þykkum örmum úr áli sem mynda hring þegar sett er saman. Triton kemur í tveimur stærðum og tveimur litum, svörtum og hvítum.

Sandra Kristín verður í Epal á föstudaginn frá kl.15-18 og á laugardaginn frá kl.12-15.

Við minnum einnig á að 15% afsláttur er á öllum ljósum fram til áramóta.

Sandra Kristín JóhannesdóttirSandra Kristín Jóhannesdóttir Tríton lampi

951f65_90271d1f12ea4fc1b068d8321ed83c50.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

951f65_5545650902b74366920ca32a710dcbe8.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz