NÝTT FRÁ TAKK HOME

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir fallegar vörur sínar. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnunin er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki er hún undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem hönnuðir TAKK Home hafa upplifað á ferðalögum sínum.

Fyrsta vörulína TAKK Home voru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.

Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.

Núna hafa einnig bæst við glæsileg rúmteppi sem eru létt og einstaklega mjúk sem einnig má nýta sem teppi á sófann. Teppin koma í þremur litum og eru hönnuð af TAKK Home á Íslandi og framleidd í Tyrklandi eftir aldagömlum vefnaðaraðferðum.

SUMARTILBOÐ Á SKAGERAK ÚTIHÚSGÖGNUM

Núna er tilvalið að græja pallinn og hafa það huggulegt úti í þessu frábæra veðri. Við eigum til falleg útihúsgögn meðal annars frá gæðamerkinu Skagerak Denmark.

// Sumartilboð á útihúsgagnasetti frá Skagerak, heildarverð: 307.900 kr

Bekkur tekk 150 cm : 98.000 kr.
Stóll tekk x 2 : 104.000 kr.
Borð tekk 140 x 78 cm : 105.900 kr.

HÖNNUNARSAMKEPPNI: ERT ÞÚ NÆSTI HÖNNUÐUR PAPER COLLECTIVE?

Epal, Hús og Híbýli og Paper Collective efna til samkeppni fyrir skapandi og listræna hönnuði. Við leitum að hugmynd að verki sem gæti verið næsta veggspjald framleitt af danska fyrirtækinu Paper Collective, en þeir eru vel þekktir fyrir fallega hönnun á sínu sviði þar sem listamenn eru fengnir til að hanna fallegar myndir sem skreyta mörg heimili í dag.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum því vinningstillagan gæti endað sem næsta metsöluafurð Paper Collective, en jafnframt eru peningaverðlaun að upphæð 200.000 kr. fyrir þann sem dómnefndin velur. Vinningshafinn mun einnig sitja fyrir svörum í Húsum og Híbýlum þar sem hugmyndin er kynnt og við kynnumst listamanninum betur.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2017 en tillögur skal senda ásamt stuttri lýsingu á listamanni á netfangið[email protected]. Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective inn á heimasíðu þeirra, paper-collective.com. Myndinni ber að skila sem PDF og má hugmyndin ekki hafa birst né verið söluvara með neinum hætti áður. Paper Collective áskilur sér rétt á myndinni eftir keppnina.

MEN’S SOCIETY Í EPAL

Men’s society er með skemmtilegri vörumerkjum sem við höfum haft til sölu hjá okkur og eigum við til mjög gott úrval.

Men’s society eru sniðugar tækifærisgjafir með smá húmor og finna má eitthvað fyrir alla. Upphaflega byrjaði fyrirtækið eingöngu með snyrtivörur fyrir herramenn í handhægum umbúðum sem hægt var að taka með í ferðalagið og á æfingar. Í dag hefur fyrirtækið stækkað vöruúrval sitt töluvert og býður upp m.a. á snyrtivörur fyrir bæði konur og menn ásamt fallegum kokteilaglösum, vínflöskuhaldara á hjól, upptakara og svo margt fleira.

Snyrtivörurnar eru gerðar úr kaldpressuðum gæða efnum sem unnin eru úr náttúrulegum grösum og eru vörurnar ekki prófaðar á dýrum.

Men’s society vörurnar hafa slegið í gegn og fást nú í yfir 100 sérvöldum hönnunarverslunum allt frá Japan til Róm. Kíktu á úrvalið í Epal!

NÝTT FRÁ AYTM

Við vorum að taka upp glæsilega sendingu frá AYTM.
AYTM er spennandi danskt vörumerki sem slegið hefur rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar einkenna vörurnar sem gefur þeim lúxus yfirbragð.
Við fengum fallega gyllta blaðagrind, dásamlega flauel og leðurpúða og margt fleira – kíktu við og sjáðu úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

VIÐHALD HÚSGAGNA: GUARDIAN

Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður, textíl, við og fleira. Náttúruleg efni eins og leður og við þarf að hugsa vel um og með því að hreinsa og bera á húsgögnin haldast þau falleg um ókomna tíð.

 

Við vorum að bæta við hreinsivörunum frá Guardian og hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur þessar gæða vörur. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið.

Sjá einnig í vefverslun Epal : https://www.epal.is/vorur/husgogn/vidhald-husgagna/

Við mælum einnig með að skoða þetta myndband hér að neðan frá Fritz Hansen sem leiðbeinir varðandi umhirðu á leðurhúsgögnum.

ÁRITUÐ ÚTGÁFA Y-STÓLSINS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI ÚR ÁLM

Ekki missa af einstöku tækifæri til að eignast áritaða útgáfu Y-stólsins úr álmi sem framleiddur var í takmörkuðu upplagi.

Carl Hansen & Søn fögnuðu afmælisdegi Hans J. Wegner 2. apríl með árituðum Y-stól í takmörkuðu upplagi úr álm. Þetta er í fyrsta sinn sem Y-stóllinn er framleiddur í þessari sterku og fallegu viðartegund.

Allir stólarnir eru áritaðir með undirskrift Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi og með fylgir upprunavottorð.

Þessi einstaka útgáfa af Y stólnum kostar 85.000 kr.-

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

HAMMERSHØI FRÁ KÄHLER

 

Á innan við tveimur árum, hefur Hammershøi línan okkar orðið að nýrri klassík ásamt því að vera í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina þegar kemur að kaupum fyrir borðhaldið og skrautmuni fyrir heimilið.

Glæsilegar rákir sem einkenna línuna eru innblásnar af upprunalegum verkum þekkta sænska listamannsins Svend Hammershøi sem gerð voru í upphafi 20. aldar á verkstæði Kähler í danska bænum, Næstved.

Sérhver vara í Hammershøi línunni er niðurstaða vandlegra athugana um notagildi hlutanna, staðsetningu ráka, val á réttum litum ásamt heildar jafnvægi á hönnuninni. Á hverjum degi á verkstæði Kähler eru þessi grundvallaratriði samtvinnuð framúrskarandi handverki og góðum gæðum.

Hönnuðurinn á bakvið Hammershøi línuna, Hans-Christian Bauer, tekst meistaralega að hanna nýjar vörur fyrir línuna, og er hver ný vara ítarlega skoðuð með notagildi í huga, staðsetningu ráka og síðast en ekki síst jafnvægi og heildarútlit hönnunarinnar. Þessar sígildu og vandlega hugsuðu rákir mynda andstæðu við mjúkar útlínurnar, sem gefa hönnuninni lífræna eiginleika og jafnvægi sem gerir Hammershøi línunni kleift að samtvinnast annari hönnun einstaklega vel á nútíma heimili.

BRÚÐARGJAFALISTAR Í EPAL

Epal gefur fyrstu gjöfina –

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Á heimasíðu okkar hér að ofan er hægt að setja saman gjafalista á auðveldan hátt en einnig er hægt að koma við í verslunum okkar og fá aðstoð starfsmanns við valið. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl brúðargjöf.

Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina.

  • Allar vörur frá okkur eru merktar Epal og auðvelt er að skipta þeim ef þess þarf.