MEN’S SOCIETY Í EPAL

Men’s society er með skemmtilegri vörumerkjum sem við höfum haft til sölu hjá okkur og eigum við til mjög gott úrval.

Men’s society eru sniðugar tækifærisgjafir með smá húmor og finna má eitthvað fyrir alla. Upphaflega byrjaði fyrirtækið eingöngu með snyrtivörur fyrir herramenn í handhægum umbúðum sem hægt var að taka með í ferðalagið og á æfingar. Í dag hefur fyrirtækið stækkað vöruúrval sitt töluvert og býður upp m.a. á snyrtivörur fyrir bæði konur og menn ásamt fallegum kokteilaglösum, vínflöskuhaldara á hjól, upptakara og svo margt fleira.

Snyrtivörurnar eru gerðar úr kaldpressuðum gæða efnum sem unnin eru úr náttúrulegum grösum og eru vörurnar ekki prófaðar á dýrum.

Men’s society vörurnar hafa slegið í gegn og fást nú í yfir 100 sérvöldum hönnunarverslunum allt frá Japan til Róm. Kíktu á úrvalið í Epal!