HönnunarMars í Epal

 

Við tökum þátt í hönnunardögum sem byrja á morgun og standa fram á sunnudag.

Við sýnum hönnun eftir tæplega 30 íslenska hönnuði.

Hönnuðirnir verða í verslun okkar Skeifunni 6, föstudaginn 27.03 milli kl.16-18.

Opið laugardag kl. 11-15 og sunnudag kl. 12-15.

Verið velkomin.

 

Spider frá Stelton

Spider er glæný vara frá Stelton sem hentar mjög vel til að geyma myndir, boðskort eða skilaboð á ísskápnum. En Spider festist auðveldlega á ísskápnum vegna þess að það er segull í miðjunni. Einnig er hægt að skrúfa Spider á vegg eða annað yfirborð þar sem segull hentar ekki.

Út frá miðjunni eru svo átta armar sem halda skilaboðunum þínum á sínum stað.

Jakob og Karsten Gudiksen hönnuðu Spider fyrir Stelton.

Spider kostar 5.650 kr.

Twilight frá Stelton

 

Twilight er nýr kertastjaki frá Stelton sem er hannaður af Steve McGugan. Þetta er fyrsti hluturinn sem McGugan hannar fyrir Stelton, en hann hefur áður unnið sem hönnuður fyrir Bang & Olufsen og Ericsson.

Kertastjakinn kemur í tveimur stærðum og er hægt að raða þeim saman með því að láta þann stærri yfir þann minni.

Lítilll stjaki kostar 11.700 kr. og sá stærri 14.250 kr.

PH 50 – afmælisútgáfa

Á seinasta ári átti PH 5 lampinn frá Louis Poulsen 50 ára afmæli. Í tilefni þess var ákveðið að gera sérstaka afmælisútgáfu af lampanum.

Afmælisútgáfan finnst í fimm litum og eru þeir eftirfarandi: chili red (rauður), mint blue (ljós blár), wasabi green (grænn), coconut white (hvítur) og olive black (svartur).

Lampinn kostar 109.500 kr. og er aðeins til í takmörkuðu upplagi.