Spider frá Stelton

Spider er glæný vara frá Stelton sem hentar mjög vel til að geyma myndir, boðskort eða skilaboð á ísskápnum. En Spider festist auðveldlega á ísskápnum vegna þess að það er segull í miðjunni. Einnig er hægt að skrúfa Spider á vegg eða annað yfirborð þar sem segull hentar ekki.

Út frá miðjunni eru svo átta armar sem halda skilaboðunum þínum á sínum stað.

Jakob og Karsten Gudiksen hönnuðu Spider fyrir Stelton.

Spider kostar 5.650 kr.