Flottar vefnaðarvörur frá HAY

Enn á ný tekst HAY að heilla okkur upp úr skónnum.

Viskustykkin frá þeim eru dásamleg og í flottum og björtum litum sem er þó helsta einkenni Scholten og Baijings sem HAY hannar allar sínar vefnaðarvörur í samstarfi við.

Einnig eigum við von á nýjum rúmfötum frá HAY innan skamms og hægt er að fullvissa sig um það að þau munu slá í gegn.

Nýtt frá Joseph Joseph

Hér má sjá skemmtilegar nýjungar frá hinu margverðlaunaða og sniðuga hönnunarmerki Joseph Joseph.
Arena er flott og stílhrein uppþvottagrind sem losar vatn í vaskinn jafnóðum og heldur jafnframt stellinu á sínum stað með sveigjanlegum stuðningi sem styður við diskana og glösin.
Arena kemur í 2 litum, steingráum og hvítum.
Food station eru bráðsniðugar skurðarbrettamottur sem koma í 3 litum svo auðveldlega má þekkja hvað nota skal fyrir grænmeti, kjöt eða fisk. Þægilegar í notkun og sveigjanlegar og eru svo geymdar saman á glerstandi þegar þær eru ekki í notkun.
No-spill Mill er salt og pipar kvörn sem gengur fyrir batteríum og kemur í veg fyrir að salt eða pipar lendi á dúknum þegar kvörnin er lögð á borðið.
Chop2Pot hefur slegið rækilega í gegn og er til í 2 stærðum og nokkrum flottum litum t.d skærbleikum! Chop2Pot er sveigjanlegt skurðarbretti sem auðveldar að hella innihaldinu í pottinn.
Joseph Joseph bíður einnig gott úrval af áhöldum fyrir eldhúsið og allt skemmtilega litríkt.
Við vorum einnig að fá stand svo hægt er að hengja áhöldin á og hafa við hliðina á eldavélinni!
Virkilega skemmtilegar vörur, og sniðugt í jólapakkann!

Úrauppboð J.S.watch til styrktar KRAFTI

 

Íslenski úraframleiðandinn J.S. Watch, og tveir af fremstu listamönnum þjóðarinnar Erró og Eggert Pétursson ætla að styrkja Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, með sérstöku uppboði.

Það var árið 2010 sem hugmyndin kviknaði hjá eigendum og framleiðendum JS Watch co. Reykjavik úranna að fá til liðs við sig fremstu listamenn þjóðarinnar til að skapa eitthvað alveg sérstakt og leggja það fram sem stuðning við Kraft, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

 

 

Hugmyndin sem lögð var fyrir listamennina var að fá þá til að skreyta skífur tveggja glæsilegra Islandus úra frá JS Watch co. Reykjavik ásamt öskjunni utan um úrin og skapa þannig glæsileg listaverk sem ekki eiga sér hliðstæðu hér á landi. Því næst að halda uppboð á úrunum með það fyrir augum að safna peningum til styrktar Krafti þar sem allur ágóði af uppboðinu rennur óskertur til Krafts.

Nú rúmu ári síðar er afrakstur þessa samstarfs tilbúinn, tvö glæsileg úr og öskjur sem skarta listaverkum Erró og Eggerts Péturssonar og er því um afar sérstaka skartgripi að ræða sem munu án efa vekja eftirtekt og aðdáun um ókomna tíð.

Hér er um einstakt tækifæri fyrir safnara og áhugamenn að eignast afar sérstaka safngripi og það er óvíst að tækifæri til þess að eignast svona verk gefist aftur.

Uppboðið hófst þann 8. desember og lýkur þann 20. janúar kl 10.

Hægt er að fylgjast með uppboðinu á heimasíðu J.S. Watch á www.jswatch.com

Berglind Snorra: Blaðastandur

Berglind Snorra er ungur hönnuður á uppleið og þykir hönnun hennar kraftmikil og djörf, formin eru sterk og fara vel í nútímanum.
Núna er hægt að kaupa flottann blaðastand eftir Berglindi hjá Epal, en blaðastandinn er hægt er að hafa stakann eða tengja nokkra saman. Hann er flottur bæði á gólfi og uppá skenk.
Blaðastandurinn er úr áli og er fáanlegur í þremur litum; eldrauðum, skjannahvítum og dumbgráum.
Flott íslensk hönnun.

Georg Jensen og jólin.

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.

Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

 

Óróinn er gullhúðaður úr kopar og er sérhannaður árlega af þekktum listamönnum. Í ár er jólaóróinn falleg frostrós og er hannaður af Flemming Eskildsen.

Ný íslensk hönnun: fallegir sprittkertastakjar úr mahóní

Gígur heita splunkunýjir kertastjakar eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, en stjakarnir eru framleiddir á Íslandi og handmálaðir í sjö mismunandi litum.
Stjakarnir sem ætlaðir eru fyrir sprittkerti koma í þremur mismunandi hæðum, fólk getur þá valið sér liti og stærðir sem því finnst passa saman og hentar inná þeirra heimili.
Það er viss retró fílingur við mahóníið og kemur einstaklega vel út að blanda örlitlum lit við stjakana sem gefur þeim meiri karakter.
Guðrún vinnur nú að nýrri línu kertastjaka sem verða fyrir há kerti og stefnir hún á að frumsýna þá á næsta Hönnunarmars og bíðum við spennt eftir að sjá þá.

DEMO loftljósið – gamalt handverk endurvakið

Með DEMO loftljósinu er verið að endurvekja íslenskt handverk sem var nokkuð algengt á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Það hafa ekki varðveist mörg eintök af þessum fallegu ljósum en framleiðendur DEMO loftljóssins hafa sótt inblástur í þau.

„Við lífguðum upp á útlitið með litum, styrktum grindina með messinghringjum og einfölduðum útfærsluna, án þess að missa sjónar á útliti fyrirmyndarinnar,“ segja framleiðendur DEMO loftljóssins, þau Dagný Elsa Einarsdóttir og Magnús Ólafsson húsgagnasmíðameistari en Dagný Elsa lýkur brátt námi í húsgagnasmíði við Hönnunar -og Handverksskólann.

Þetta er fyrsta samstarfsverkefni þeirra en bæði eru áhugafólk um varðveislu og endurvakningu á íslensku handverki og húsgögnum frá árunum 1940 til 1960 en þau voru oft hönnuð og unnin af iðnaðarmönnum. Á þessum árum ríkti mjög sérstök verkstæðismenning, aðallega í Reykjavík og Akureyri, sem þau Dagný Elsa og Magnús telja vert að gefa gaum.

DEMO loftljósið er fáanlegt í ýmsum litum en einnig ólitað. Snúran er tauklædd og fáanleg í mörgum litum, bæði einföld eða vafin.

Lýstu upp jólin með KAISER idell.

KAISER idell lampinn er hin fullkomna gjöf til að lýsa upp jólin, og fagnar hann 80 ára afmæli sínu í ár.
KAISER idell er tímalaust hönnunartákn, og er þekktast sem ein frægasta ljósahönnun sem þróaðist á Bauhaus tímabilinu.
KAISER idell línan var hönnuð af þýska silfursmiðnum Christian Dell árið 1931, en í línunni er að finna borðlampa, gólflampa, vegglampa og loftljós sem öll eru framleidd af Fritz Hansen.
Ljósin eru framleidd úr hágæða stáli og eru skermarnir handmálaðir í nokkrum litum, hvítur, svartur, rauður og grænn.
Klassísk gæðahönnun um jólin!

Einfaldur aðventukrans og flott hönnun

Það líður senn að jólum og er fyrsti í aðventu núna á sunnudaginn. Aðventukransinn er hjá mörgum tákn jólanna og margir búa til sinn eigin aðventukrans.
Kubus kertastjakinn eftir Mogens Lassen er tilvalinn sem aðventukrans yfir jólin, en einfalt form hans bíður upp á endalausa möguleika til skreytinga.
Hægt er að hengja á hann jólakúlur og binda á borða eða jafnvel skreyta með greinum og hengja á skreyttar piparkökur!

Íslensk hönnun um jólin.

Fyrir síðustu jól setti Erling Jóhannesson gullsmiður á markaðinn servíettuhringa og fyrir hver jól munu koma nýjir hringir með nýju mynstri hverju sinni.
Núna þessi önnur jól er það jólatré sem skreyta servíettuhringinn og hinum fylgir kertastjaki sem dregur form sitt af honum.
Falleg íslensk hönnun um jólin sem fæst í Epal!