Smári eftir Pétur B. Lúthersson

Pétur B. Lúthersson er húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt. Hann hefur árum saman fengist við hönnun á húsgögnum og öðrum nytjahlutum. Hann hannaði meðal annars STACCO stólinn sem hefur verið á markaði yfir í 30 ár og verið seldur í yfir 200.000 eintökum.

 

Pétur hefur hlotið margar hönnunarviðurkenningar fyrir hönnun sína og nýlega kom á markað sófinn Smári, hannaður af Pétri og framleiddur af Bólstursmiðjunni. Smári, er einnig fáanlegur sem stóll, 2ja sæta og 3ja sæta og fæst í Epal.

Við slógum á þráðinn til Péturs og spurðum hann út í hönnunina.

Segðu okkur aðeins frá Smára? Smári er hugsaður bæði fyrir stofnanir jafnt sem heimili. Lagið á þeim er þannig að hægt er að raða þeim saman á mismunandi máta og henta þeir því vel til dæmis í móttöku á hóteli og aðrar biðstofur.

Hægt er að velja áklæði og lit á sófann og einnig er hægt að fá hann í leðri. Þetta eru mjög vandaðir sófar og öll vinnubrögð mjög vönduð, grindin er gerð úr krossvið og besta gerð af svampi sem er kaldpressaður notaður í sætin. Það er mikil mýkt í sætunum og gormarnir gefa sig ekki.

Hvað er á teikniborðinu hjá þér núna? Ég hef verið að teikna húsgögn fyrir Bólstursmiðjuna ásamt öðrum sérverkefnum. Ég teikna til dæmis fundarborð fyrir ráðstefnur.

Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég held ákaflega mikið upp á Jörgen Kastholm sem er danskur hönnuður og teiknaði mikið húsgögn fyrir stofnanir.

Þessir gömlu, Hans Wegner, Børge Mogensen og Arne Jacobsen voru líka allir frábærir hönnuðir.

 

Kökuhnífurinn Magisso

Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að skera köku og með Magisso kökuhnífnum.

Kökuhnífurinn er hannaður af hinni finnsku Maria Kivijarvi og hlaut hin virtu reddot hönnunarverðlun árið 2010. Hnífurinn sem er fallega hannaður og notagóður er skemmtileg tækifærisgjöf, og það er jafnvel hægt að láta grafa í stálhnífinn kveðju eða skemmtileg orð.

Berum við jú ekki mörg matarást til einhvers…

 

 

 

Hnífurinn kemur líka í nokkrum hressandi litum, grænum, fjólubláum, hvítum og svörtum.
Flott í veisluna!

 

EJ220 eftir Erik Jørgensen

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun.

Útkoman var kassalaga sófinn EJ220 sem kynntur var árið 1970, sem setti nýjann standard fyrir danska sófahönnun.

 

 

Út júní mánuð er EJ220 sófinn á tilboði og kostar því frá 398.000,- en verð áður er 630.000,-

EJ 220 sófinn er tímalaus hönnun og hágæði í einum sófa.

 

 

 

 

Lempi frá Iittala

 

Lempi glasið frá Iittala var hannað fyrr á þessu ári af Matti Klenell. Glasið var hannað með það í huga að vera notað við flestar aðstæður; við morgunverðarborðið, á skrifborðinu og jafnvel sem vínglas í fínu matarboði.

 

 

 

Lempi glösin fást í Epal.

Eggið á sumartilboði

Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem áhrifaríkasti arkitekt sem uppi hefur verið. Meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn ásamt St Catherine skólanum í London.

Eitt af hans þekktustu húsgögnum er Eggið sem að hann hannaði fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1957 og er í dag álitið sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

Eggið með Fame áklæði er á sumartilboði út júnímánuð og kostar nú 598.000 kr. en kostaði áður 909.000 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Falleg og klassísk hönnun.

 

PH5 á sumartilboði

PH5 ljósið er hannað af Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen árið 1958 og er í dag talið vera klassískt hönnunartákn.

Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði en á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

PH5 er eitt af þekktustu hönnuntáknum sem finna má á skandinavískum heimilum en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

PH5 í hvítum lit er á sumartilboði í Epal út júnímánuð og kostar nú: 98.900 kr. en verð áður var 134.200 kr.

“From the age of 18, when I began to experiment with light, I have been searching for harmony in lighting”

 

Poul Henningsen (1894-1967) var danskur arkitekt, rithöfundur og gagngrýnandi sem að í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína.

Hann hóf samstarf við Louis Poulsen ljósaframleiðandann árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum. Hann starfaði lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

 

“It has always been the idea that the PH-lamp should be the lamp for the home. Due to its qualities and its modern appearance it had to be accepted first in offices and public buildings, but it is constructed with the most difficult and noble task in mind: lighting in the home. The aim is to beautify the home and the who live there, to make the evening restful and relaxing.”

Sumartilboð á NAP stólnum

NAP stóllinn sem hannaður er af Kasper Salto fyrir Fritz Hansen er nokkuð nýlegur, en hann kom á markað árið 2010 eftir tveggja ára þróunarvinnu.
NAP stóllinn er staflanlegur og afar þæginlegur að sitja í, en hann var hannaður með þrjár helstu setstöður mannslíkamans í huga.
Það er venjuleg setstaða, þ.e.a.s beint bak, hreyfanleiki og afslöppun.
Stóllinn hentar því vel á heimili ásamt fundarherbergjum og skrifstofurými.
NAP með örmum og í hvítum lit er nú á sumartilboði og kostar aðeins 29.900 kr. En verð áður er 69.500 kr.
Hönnuðurinn Kasper Salto hjá NAP stólunum. Stóllinn er framleiddur í fjórum litum; Milk white, Butter yellow, Pepper grey og Coffee brown.
Á íslensku s.s Mjólkurhvítur, smjörgulur, pipargrár og kaffibrúnn.
Skemmtileg litarheiti!
Hér að neðan má sjá NAP stólinn öðrum litum.
Flottur gæðastóll á góðu verði í sumar!

Steinunn Vala – Hring eftir hring

Steinunn Vala er íslenskur skartgripahönnuður sem hefur verið að gera það mjög gott á Íslandi undanfarið með skartgripalínu sína Hring eftir hring.

Skartgripirnir sem gerðir eru úr leir eru litríkir og fallegir, en hannar Steinunn bæði hálsmen, hringa og eyrnalokka.

Hönnun Steinunnar Völu fæst í Epal.

Einnig er hægt er að kynna sér vörurnar betur á hringeftirhring.is

 

Útskriftargjafir

Hér höfum við sett saman stuttann lista af hugmyndum fyrir útskriftargjafir, en senn líður að útskriftum háskólanna, og oft getur reynst erfitt að finna hina réttu gjöf fyrir vini eða ættingja og er því listinn mjög fjölbreyttur. Á næstu dögum munu síðan birtast fleiri hugmyndir hér á blogginu okkar.
Expression hnöttur
Falleg og klassísk hnífapör í búið
Hábollar eftir Hrafnkel Birgisson
Starkaður, vegghankar eftir Tinnu Gunnarsdóttir
Tréfuglar eftir danska arkitektinn Kristian Vedel sem hannaðir voru árið 1959.
Það getur verið gaman að gefa töff teppi, þetta er frá HAY
Allir ættu að eiga falleg rúmföt, erum með gott úrval frá HAY
Stelton kaffikannan er klassísk gjöf
Hálsmen eftir Hlín Reykdal
Kertastjakar og aðrir fylgihlutir fyrir heimilið frá Ferm Living
Púðar frá Ferm Living
Apinn eftir Kaj Bojesen
Kartell Componibili hliðarskápur/náttborð
Hliðarborð frá HAY í hressandi litum
Skartgripatré frá Menu
Og síðast en ekki síst þá klikkar Fuzzy kollurinn seint.

Ingibjörg Hanna – sniglasnagar

Ingibjörg Hanna kynnti á nýliðnum Hönnunarmars flotta sniglasnaga.

Sniglarnir fengu frábærar viðtökur og fást þeir nú í Epal.

Þeir eru flottir margir saman, og eru í nokkurskonar kapphlaupi upp vegginn haldandi á fötunum þínum og skarti.