PH5 á sumartilboði

PH5 ljósið er hannað af Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen árið 1958 og er í dag talið vera klassískt hönnunartákn.

Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði en á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

PH5 er eitt af þekktustu hönnuntáknum sem finna má á skandinavískum heimilum en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

PH5 í hvítum lit er á sumartilboði í Epal út júnímánuð og kostar nú: 98.900 kr. en verð áður var 134.200 kr.

“From the age of 18, when I began to experiment with light, I have been searching for harmony in lighting”

 

Poul Henningsen (1894-1967) var danskur arkitekt, rithöfundur og gagngrýnandi sem að í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína.

Hann hóf samstarf við Louis Poulsen ljósaframleiðandann árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum. Hann starfaði lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

 

“It has always been the idea that the PH-lamp should be the lamp for the home. Due to its qualities and its modern appearance it had to be accepted first in offices and public buildings, but it is constructed with the most difficult and noble task in mind: lighting in the home. The aim is to beautify the home and the who live there, to make the evening restful and relaxing.”