Hönnunarmars 2020 // IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman. 

Á HönnunarMars í Epal sýnir IHANNA HOME vandaðar nýjar textílvörur, rúmteppi, viskastykki, sængurver og fleira.

 

HönnunarMars : IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

GRAVITY

Kertastjaka- og vasasería. Gravity fjallar um efnismassa sem er á ferðalagi í gegnum lítið gat og breytir um lögun á mismunandi tíma og stað í ferlinu. Þetta er þríleikur. Í fyrsta stykkinu, kertastjakanum þá er meirihluti efnismassans fyrir ofan gatið, í öðru stykkinu, vasanum er efnismassinn jafn mikil fyrir ofan og neðan gat, í þriðja stykkinu, vasanum er efnismassinn meiri fyrir neðan gatið.

 

HAILSTORM

Munstrið Hailstorm er hannað fyrir japanskt fyrirtæki sem heitir Scandinavian Pattern Collection. Þar var unnið með hluti sem notaðir eru við japanskt “tea ceremony”, þ.e. bolli, skál og diskur úr Hasahi postulíni, blævængur og Kaishi pappír sem er notaður með sætindunum í te athöfninni. Hlutirnir voru svo sýndir á nokkrum sýningum í Japan og fjöldramleiddir og seldir þar í landi.

 

FEATHERS

mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett.

 

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars

HÖNNUNARMARS Í EPAL: IHANNA HOME

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

HOME BAGS er ný vörulína sem samanstendur af 3 stærðum af fjölnota körfum í mismunandi útfærslum. Körfurnar eru unnar úr 100% endurunnu plasti og með leður handföngum. Þessi vörulína er samstarfsverkefni IHANNA HOME og finnska fyrirtækisins Vilikkala en eigendur þessara fyrirtækja hafa verið vinir síðan á unglingsárum og hefur lengi dreymt um að vinna að sameiginlegu verkefni.

Home bag er m.a. gagnlegt fyrir:

  • Leikföng
  • Prjónadót
  • Plöntur
  • Tau
  • Eldivið
  • Handlkæði

Og margt margt fleira,

 

BUBBLES mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett. Hugmynd að mynstrinu er fengin út frá sápukúlumynstri sem myndast við uppvask.


Barnarúmföt er nýjung frá IHANNA HOME og verður fáanlegt í 3 útfærslum; Dots mynstrinu í hvítum með svörtum doppum og Mountains mynstrinu í bleikri og blárri útfærslu. Barnarúmfötin koma í sætum “leikfimipokum.” Stærðin er 100×140 cm ásamt koddaveri 45×40 cm. Sængurverunum er lokað með rennilás.

 

 

SENTIMENT værðarvoð er viðbót við værðarvoðalínuna sem er nú þegar fáanleg frá IHANNA HOME. Værðarvoðin er 130 cm x 180 cm að stærð og framleitt úr 88% ull og 12% bómll sem gerir hana hlýja en mjúka í senn.

Hugmyndin að munstrinu Sentiment kemur út frá því tilfinningalega gildi sem fólk myndar til sumra hluta sem fylgja þeim í gegnum lífið.

 

JÓLABORÐIÐ : IHANNA HOME

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. IHANNA HOME dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 24. nóvember – 1. desember.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

14976056_10155458583368332_747662107_o

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður IHANNA HOME ásamt Iðunni Sveinsdóttur sölu- og markaðstjóra fyrirtækisins lögðu á borð og sitja fyrir svörum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? 

Stíllinn er hlýr og hátíðlegur en á sama tíma myndum við segja að hann sé stílhreinn.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er fallegt að skreyta borðið með einhverju lifandi eins blómum og greinum sem gefa borðinu alltaf mikið líf. Einnig mælum við með að velja fallegar servíettur til að leggja á borðið með og við völdum á okkar borð Forest servíettur frá IHANNA HOME. Það er einnig gott að huga að litaþema og að hafa jafnvægi í skreytingunum, að raða t.d. ekki öllu skrauti á sama stað.

15183956_10155458584338332_22738833_o 15204263_10155458582818332_772993717_o 15215879_10155458580013332_1781625522_o 15215980_10155458584523332_1658308976_o 15224769_10155458583073332_1410675913_o

Hvaðan eru hlutirnir?

Aðventukertastjaki og glervasar eru frá Menu, og stendur á Kubus bakka. Matarstell ásamt glösum eru frá Iittala og hnífapörin eru eftir Arne Jacobsen og koma frá Georg Jensen.

Viðarbakkinn heitir Sunrise og er frá Anna Thorunn og á honum standa glös og karafla frá Ferm Living. Servíettur, sniglar og værðarvoðir koma frá IHANNA HOME.

EPAL x IHANNA HOME

Ingibjörg Hanna kynnti á Hönnunarmars árið 2014 fallega textíllínu sem innihélt, rúmföt, viskastykki og rúmföt skreytt þremur mismunandi mynstum.

Í tilefni 40 ára afmælis Epal fengum við Ingibjörgu til liðs við okkur og eftir nokkra hugmyndavinnu þá varð niðurstaðan sú að gefa út sérstaka útgáfu af Dots rúmfötunum sem hefur verið vinsælasta mynstrið frá Ingibjörgu Hönnu. Rúmfötin eru með doppum í Epal litnum, rauðum. Rúmfötin eru framleidd úr bómullarsatín og eru því afar mjúk og gerð úr miklum gæðum.
_A9T4099

_A9T4074 _A9T4069 _A9T4065
Rúmfötin fást í Epal.

HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna sýnir í ár á HönnunarMars í Epal ný mynstur í textíllínu sinni frá Ihanna home. Mynstrin heita Woven og Mountains og verða til að byrja með á viskustykkjum og púðum en nú fyrir eru mynstrin, Experience, Dots og Loop.

“Bæði mynstrin eru leikur með línur. Mountains myndar plúsa og mínusa eftir því hvernig sem línurnar mætast og saman mynda plúsarnir og mínusarnir fjöll og dali. Woven línurnar mynda ofið munstur. Í fjarlægð virðist munstrið vera nokkrir heilir fletir úr mis gráum tónum en þegar litið er nær sést að þetta samanstendur af línum sem eru mis stuttar og langar og hvernig þær mætast og vefjast saman eða ná því ekki,” segir Ingibjörg Hanna.

mountains2

Cushion_Woven

Mountains mynstrið var frumsýnt í lok síðasta árs í París á Maison&Objet hönnunarsýningunni en Woven er splunkunýtt mynstur, hvorugt hefur þó verið til sýnis áður á HönnunarMars.

mountains_tea_towel Woven_tea_towelHönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.