HÖNNUNARMARS Í EPAL: IHANNA HOME

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

HOME BAGS er ný vörulína sem samanstendur af 3 stærðum af fjölnota körfum í mismunandi útfærslum. Körfurnar eru unnar úr 100% endurunnu plasti og með leður handföngum. Þessi vörulína er samstarfsverkefni IHANNA HOME og finnska fyrirtækisins Vilikkala en eigendur þessara fyrirtækja hafa verið vinir síðan á unglingsárum og hefur lengi dreymt um að vinna að sameiginlegu verkefni.

Home bag er m.a. gagnlegt fyrir:

  • Leikföng
  • Prjónadót
  • Plöntur
  • Tau
  • Eldivið
  • Handlkæði

Og margt margt fleira,

 

BUBBLES mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett. Hugmynd að mynstrinu er fengin út frá sápukúlumynstri sem myndast við uppvask.


Barnarúmföt er nýjung frá IHANNA HOME og verður fáanlegt í 3 útfærslum; Dots mynstrinu í hvítum með svörtum doppum og Mountains mynstrinu í bleikri og blárri útfærslu. Barnarúmfötin koma í sætum “leikfimipokum.” Stærðin er 100×140 cm ásamt koddaveri 45×40 cm. Sængurverunum er lokað með rennilás.

 

 

SENTIMENT værðarvoð er viðbót við værðarvoðalínuna sem er nú þegar fáanleg frá IHANNA HOME. Værðarvoðin er 130 cm x 180 cm að stærð og framleitt úr 88% ull og 12% bómll sem gerir hana hlýja en mjúka í senn.

Hugmyndin að munstrinu Sentiment kemur út frá því tilfinningalega gildi sem fólk myndar til sumra hluta sem fylgja þeim í gegnum lífið.