JÓLABORÐIÐ : IHANNA HOME

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. IHANNA HOME dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 24. nóvember – 1. desember.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

14976056_10155458583368332_747662107_o

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður IHANNA HOME ásamt Iðunni Sveinsdóttur sölu- og markaðstjóra fyrirtækisins lögðu á borð og sitja fyrir svörum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? 

Stíllinn er hlýr og hátíðlegur en á sama tíma myndum við segja að hann sé stílhreinn.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er fallegt að skreyta borðið með einhverju lifandi eins blómum og greinum sem gefa borðinu alltaf mikið líf. Einnig mælum við með að velja fallegar servíettur til að leggja á borðið með og við völdum á okkar borð Forest servíettur frá IHANNA HOME. Það er einnig gott að huga að litaþema og að hafa jafnvægi í skreytingunum, að raða t.d. ekki öllu skrauti á sama stað.

15183956_10155458584338332_22738833_o 15204263_10155458582818332_772993717_o 15215879_10155458580013332_1781625522_o 15215980_10155458584523332_1658308976_o 15224769_10155458583073332_1410675913_o

Hvaðan eru hlutirnir?

Aðventukertastjaki og glervasar eru frá Menu, og stendur á Kubus bakka. Matarstell ásamt glösum eru frá Iittala og hnífapörin eru eftir Arne Jacobsen og koma frá Georg Jensen.

Viðarbakkinn heitir Sunrise og er frá Anna Thorunn og á honum standa glös og karafla frá Ferm Living. Servíettur, sniglar og værðarvoðir koma frá IHANNA HOME.